Laus störf: Þjálfarar og leiðbeinendur hjá íþróttafélögum í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Íþróttafélögin í Dalabyggð auglýsa eftir einstaklingum í eftirfarandi verkefni fyrir sumarið 2021: Frjálsíþróttaþjálfari. Er með æfingar tvisvar í viku í júní, júlí og ágúst. Hjálpar til við að halda þrjú kvöldmót. Fótboltaþjálfari. Er með æfingar tvisvar í viku í júní, júlí og ágúst. Leiðbeinendur á leikjanámskeiði. Tvær stöður. Eru með leikjanámskeið í þrjár vikur, mán- fim. Hefur hingað til verið frá …

Eftirlitsáætlun 2021 fyrir Eldvarnaeftirlit Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Samkvæmt 20. gr. reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri gefa út eftirlitsáætlun eldvarnaeftirlits fyrir 1.febrúar ár hvert þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi munu sæta eldvarnaeftirliti það árið. Árið 2021 munu nokkur fyrirtæki og stofnanir eiga von á heimsókn frá eldvarnaeftirliti. Hér má finna lista yfir þau fyrirtæki. Að auki mega …

Dagur kvenfélagskonunnar 1.febrúar

DalabyggðFréttir

Dagur kvenfélagskonunnar er 1. febrúar. Dalabyggð óskar sínum frábæru kvenfélagskonum til hamingju með daginn. Með þökk fyrir þeirra framlag til sveitarfélagsins. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár.

Sorpílát fyrir frístundahús

Kristján IngiFréttir

Með breyttu fyrirkomulagi sorphirðu heimila í dreifbýli hafa frístundahús í héraðinu ekki lengur aðgang að grenndargámum til að losa sig við almennt sorp. Síðustu vikur hefur verið gámur fyrir utan gámasvæðið sem frístundahús hafa getið losað í en nú eru komin kör við félagsheimili sveitarfélagsins og Vörðufellsrétt á Skógarströnd. Neðangreindir staðir verða aðgengilegir allt árið og eru bara fyrir heimilisúrgang …

Fundur: Eru tækifæri í smávirkjunum á Vesturlandi ?

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 3. febrúar kl.09:00 standa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) fyrir opnum Teams-fundi um smávirkjanir á Vesturlandi. Athugið að það þarf að skrá sig á fundinn. Skráningu má nálgast hér: Skrá mig á fund Á fundinum munu þeir Arnar Bergþórsson og Arnar Már Björgvinsson frá fyrirtækinu Arnarlæk kynna skýrslu sem þeir unnu um smávirkjanir á Vesturlandi. Í skýrslunni er farið yfir …

Íbúakynning á valkostagreiningu og álitskönnun

DalabyggðFréttir

Í dag var haldin íbúakynning á valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga. Eins og oft verður með tæknina var hún aðeins að stríða okkur í upphafi og biðjumst velvirðingar á því. Kynningin verður aðgengileg til mánudagsins 1. febrúar n.k. og hana má nálgast með því að smella HÉR. Við hvetjum íbúa til að fara inn á www.menti.com og svara álitskönnun vegna valkostagreiningarinnar. …

Sérstakur húsnæðisstuðningur

DalabyggðFréttir

Unglingar 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknareyðublöð er að finna undir „Eyðublöð“ hér á heimasíðu Dalabyggðar. Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is. Fylla þarf út umsóknareyðublað, senda með afrit af húsaleigusamningi og staðfestingu á skólavist. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, …

Íbúakynning á valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 28. janúar kl.17:00 verður íbúakynning á valkostagreiningu vegna mögulegrar sameiningar Dalabyggðar við önnur sveitarfélög. Sumarið 2020 var gengið til samninga við RR ráðgjöf um að vinna með Dalabyggð að greiningu valkosta fyrir sveitarfélagið vegna mögulegrar sameininga sveitarfélaga. RR ráðgjöf er ráðgjafafyrirtæki með sérþekkingu á stjórnsýslu, rekstri og málefnum sveitarfélaga. Róbert Ragnarsson hefur leitt greiningavinnuna og mun flytja kynninguna og …

Dalabyggð hefur hlotið jafnlaunavottun

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sl. fimmtudag var tilkynnt um að sveitarfélagið Dalabyggð hefði hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum. Hefur vottunarfyrirtækið iCert ehf. gefið út vottun um að jafnlaunakerfi Dalabyggðar uppfylli kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum. Með því bætist Dalabyggð við í hóp þeirra 282 fyrirtækja og stofnana sem hlotið hafa jafnlaunavottun. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum …

Kynningarfundur um deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Kynningarfundur verður haldinn í fundarsal (2. hæð) Stjórnsýsluhússins í Búðardal, þriðjudaginn 26. janúar frá kl. 17:00-19:00. Til kynningar verður deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð í Búðardal. Á fundinum gefst áhugasömum kostur á að kynna sér skipulagsgögn og ræða við skipulagsfulltrúa um verkefnið. Í gildi eru samkomutakmarkanir en hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 20 manns með ákveðnum takmörkunum í opinberu …