Viðgerð á vatnsveitu við Vesturbraut – lokið

Kristján IngiFréttir

Unnið er að viðgerð á leka á stofnlögn vatnsveitunnar í Búðardal neðan við Vesturbraut milli MS og tjaldsvæðis. Aðgerðin hefur undið upp á sig þar sem stofninn sem lekur er á miklu dýpi og talsvert rask orðið á svæðinu. Vegfarendur á göngustígnum með Vesturbrautinni er beðnir um að sýna aðgát og virða lokanir í kring og passa sig jafnframt á umferð um þjóðveginn þar sem hjáleið liggur nær götunni.

Stofninn sem lekur er sá sem sér íbúðarhúsum í Hvömmunum fyrir köldu vatni alveg að miðri Ægisbraut (Brekku-, Bakka-, Lækjar- og Stekkjarhvammur auk syðri hluta Ægisbrautar). Þegar skemmdin finnst má reikna með að loka þurfi fyrir vatnið í skamma stund meðan komið er í veg fyrir lekann. Því miður er ekki hægt að tímasetja það nánar, en vonandi verður það á allra næstu klukkustundum.

Uppfært: viðgerð lauk um kl. 15 og ekki von á frekari truflunum á vatni.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei