Nýtt fyrirkomulag sorphirðu hafið

Kristján IngiFréttir

Íslenska Gámafélagið fór sinn fyrsta hring um Dalina á miðvikudaginn síðasta, 13. janúar. Tunnur í Búðardal og dreifbýli vestan við voru tæmdar í þetta skiptið. Næsta hirðing skv. sorphirðudagatali er 27. janúar og verður þá tæmt aftur í Búðardal og farið í dreifbýli sunnan þorpsins. Þannig verður gangurinn fram í byrjun maí, hirt í Búðardal á tveggja vikna fresti (1 …

Heilsugæslan – breyttur opnunartími

Kristján IngiFréttir

Frá og með mánudeginum 18. janúar 2021 verður heilsugæslustöðin í Búðardal opin frá kl. 9:00 til kl. 15:00 – ath. að ekki er um skertan opnunartíma að ræða þar sem framvegis verður opið í hádeginu í stað þess að vera opið til kl. 16:00. Opnunartími á Reykhólum verður óbreyttur eða frá kl. 10:00 til kl. 16:00 (með fyrirvara um styttingu …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 201. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 201. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 14. janúar 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2012001 – Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð – síðari umræða 2. 2005008 – Gjaldskrá fyrir hirðingu-móttöku og eyðingu sorps 2021 3. 2101012 – Samningur um áfangastaðastofu 4. 2101016 – Grænbók um byggðamál – umsögn 5. 2001001 – Frumvarp til …

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

DalabyggðFréttir

Í ár verður Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs í streymi frá Breiðinni á Akranesi föstudaginn 15. janúar kl.14:00. Í útsendingunni tilkynna Ólafur Sveinsson fagstjóri atvinnuráðgjafar og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi um styrkhafa í flokkum atvinnu- og nýsköpunarstyrkja, menningarstyrkja og stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna. Boðið verður uppá tónlistaratriði auk þess sem Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Helena Guttormsdóttir formaður úthlutunarnefndar flytja ávörp. Þá …

Hæfnihringir: Fyrir konur í fyrirtækjaþjónustu á landsbyggðinni

DalabyggðFréttir

Hæfnihringir eru byggðir á aðferðafræði, sem kallast aðgerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðlakonur við að komast yfir hindranir með því að styrkja hæfni og færni þeirra, veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar ásamt því að efla tengslanet þeirra. …

COVID úrræðin og þinn rekstur

DalabyggðFréttir

Þann 18. janúar næstkomandi bjóða KPMG og SSV til gagnvirks fróðleiksfundar um COVID úrræði stjórnvalda. Á fundinum verður stutt framsaga um helstu úrræðin sem eru í boði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja sérfræðinga KPMG út í einstök atriði. Hugmyndin er að takmarka fjölda þátttakenda við 30 manns í von um gagnvirkt samtal þátttakenda og sérfræðinga KPMG. …

Breytt móttaka endurvinnslu

Kristján IngiFréttir

Frá áramótum hefur Íslenska Gámafélagið tekið alfarið yfir rekstur og umhirðu gámasvæðisins í Búðardal. Staðsetning íláta og skipulag verður með svipuðum sniði og áður, en móttaka og flokkun getur verið með aðeins breyttu sniði. Íbúar og aðrir notendur eru því hvattir til að ráðfæra sig við starfsmann á staðnum fyrir losun. Stærsta breytingin fellst í móttöku endurvinnsluúrgangs. Í stað margra …

Dalaveitur – viðgerð lokið

Kristján IngiFréttir

Vegna viðgerðar á ljósleiðarastofni Dalaveitna í Hvammssveit: Búið er að tengja þann hluta stofnsins sem veitir notendum samband. Það eiga því allir að vera komnir með nettengingu, en áfram verður unnið að tengingu og frágangi á staðnum. Standi tengingin á sér má prófa að endurræsa netbeini (e. rouder). Hafið annars samband við verkefnastjóra Dalaveitna, sbr. tilkynning um rof.

Deiliskipulag – Auðarskóli og íþróttamiðstöð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 10. desember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð, þ.e. íþróttahús og sundlaug. Skipulagssvæðið er um 17.839 m2 að stærð og er staðsett við Miðbraut 6B, 8 og 10 í Búðardal og eru þar fyrir grunn- …

Dalaveitur – tilkynning um rof á sambandi

Kristján IngiFréttir

Vegna viðgerðar á ljósleiðarastofni verður samband rofið á afmörkuðu svæði í Hvammssveit og á Fellsströnd, frá og með Ásgarði til og með Lyngbrekku/Staðarfells. Áætlað er að rjúfa kl. 10 á miðvikudaginn næsta, 6. janúar. Tengingar munu týnast inn í áföngum yfir daginn en áætlað að síðustu notendur verði komnir með samband eigi síðar en kl. 18. Öllu jafna á sambandið …