Sveitarstjórnarkosningar 2022

DalabyggðFréttir

Enginn framboðslisti var lagður fyrir kjörstjórn og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör) í Dalabyggð og allir kjósendur sveitarfélagins eru í kjöri.

Hjá afgreiðslu sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla á  þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30-13. Dagsetningar utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru 19. apríl, 26. apríl, 28. apríl, 3. maí, 5. maí, 10. maí og 12. maí.

Kjörskrá fyrir Dalabyggð liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar alla virka daga kl. 9-13 fram til kjördags.

Kjörfundur verður í Dalabúð laugardaginn 14. maí kl. 10-20. Að kjörfundi loknum hefst talning atkvæða um kl. 20:30. Niðurstöður verða birtar á heimasíðu Dalabyggðar að talningu lokinni.

Upplýsingar um flest er lýtur að kosningunum er að finna á kosningavef landskjörstjórnar, www.kosning.is.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei