Laust starf: Skipulagsfulltrúi

DalabyggðFréttir

Starf skipulagsfulltrúa Dalabyggðar er laust til umsóknar.

Skipulagsfulltrúi sinnir einnig skipulagsmálum fyrir Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp og Strandabyggð.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Intellecta, eða með því að smella hér: Skipulagsfulltrúi í Dalabyggð

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei