Framboðsfundur og upplýsingasíða vegna sveitarstjórnarkosninga

DalabyggðFréttir

Framboðsfundur

Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 20:00 í félagsheimilinu Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:45.

Þeir sem hafa áhuga á að vera kosnir í sveitarstjórn Dalabyggðar og vilja taka þátt í fundinum skulu tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Dalabyggðar í síma 430 4700 eða á netfangið dalir@dalir.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 3. maí nk.

Upplýsingasíða

Þeir sem vilja bjóða sig fram geta einnig sent upplýsingar um framboð sitt á johanna@dalir.is og verða þær birtar á upplýsingasíðu vegna kosninganna í þeirri röð sem þær berast.
Gott er að miða við að kynningin sé ekki lengri en um 400 orð og að mynd af viðkomandi fylgi með til birtingar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei