Út er komin önnur útgáfa af Áfangastaðaáætlun Vesturlands sem gildir fyrir árin 2021-2023. Í henni er sett fram áætlun um áherslur, uppbyggingu og þróun ferðamála í landshlutanum næstu þrjú árin. Um er að ræða nokkurs konar stefnumótun og verkefnaáætlun sem nýtist jafnt fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum sem láta sig málin varða. Markmiðið áætlunarinnar er m.a. að stuðla að jákvæðum framgangi …
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal – lokuð til 2. mars
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal verður lokuð frá 24. febrúar til og með 1. mars nk. Næsti opnunardagur skrifstofunnar er því þriðjudagurinn 2. mars nk.
Þrjú störf án staðsetningar
Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án staðsetningar. Um er að ræða tvö störf er snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga. Spennandi störf í þágu stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur framsýnum og metnaðarfullum verkefnastjórum til að starfa í nýju stafrænu teymi sveitarfélaganna á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Teymið mun …
Opnunartími bókasafns fimmtudaginn 25. febrúar
Opnunartími bókasafnsins verður aðeins breyttur fimmtudaginn 25. febrúar n.k. og mun því opna kl. 13:30 í stað 12:30. Breytingin á aðeins við um þennan eina dag. Héraðsbókasafn Dalasýslu
Viðvera augnlæknis í Búðardal
Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 25. febrúar nk. Tímapantanir alla virka daga í síma 432 1450 frá kl. 9:00 til kl. 15:00 Heimasíða Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Umsóknarfrestur er til 9. mars 2021. Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Lóa styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu …
Atvinnumál kvenna – Umsóknarfrestur til 1. mars
Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni. Að þessu sinni eru frumkvöðlakonur á landsbyggðinni og konur í atvinnuleit hvattar til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að …
Öskudagsfjör fyrir börn í 1. – 10. bekk
Skátafélagið Stígandi og Foreldrafélag Auðarskóla standa fyrir viðburði fyrir hressa krakka í Búðardal á öskudag. Við byrjum klukkan 12.30 í Dalabúð þar sem við skiptum krökkunum í sömu hópa og þau starfa í í skólanum. Tvær til þrjár smiðjur verða í boði í Dalabúð þar sem í boði verður andlitsmálning, hljóðfæragerð og skrúðgönguskreytingar. Hver hópur fer svo í skrúðgöngu …
112 dagurinn 2021
Hinn árlegi 112 dagur er í dag 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Sjónum er að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda grífurlega á síðasta ári. Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar …
Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur
Á þitt barn rétt á 45.000 kr. í sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk? Kannaðu málið með því að smella HÉR. Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða …