Nú stendur yfir vinna við endurnýjun Áfangastaðaáætlunnar Vesturlands og forgangsröðun verkefna í aðgerðaráætlun fyrir árin 2021 – 2023. Í dag, fimmtudaginn 12. nóvember verður rafræn netkynning á verkefninu og Áfangastaðaáætlun Vesturlands kynnt. Einnig verður sagt frá þeim áhersluverkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðin ár samkvæmt Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2018 -2020. Á meðan fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 198. fundur
FUNDARBOÐ fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 12. nóvember 2020 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2005008 – Fjárhagsáætlun 2021 – 2024 – fyrri umræða. 2. 2005008 – Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts 2021. 3. 2011002 – Fjárhagsáætlun 2020 – Viðauki VII 4. 2010024 – Breyting varðandi varamenn í sveitarstjórn 5. 1806011 – Kosning í nefndir skv. …
Rafmagnstruflanir í Suðurdölum og Miðdölum
Rafmagnstruflanir verða í Suðurdölum og Miðdölum í Dalabyggð þann 11.11.2020 frá kl 13:30 til kl 13:45 vegna vinnu við háspennukerfi. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.
Laust starf hjá heimaþjónustu Dalabyggðar
Laust starf hjá heimaþjónustu Dalabyggðar. Um er að ræða þjónustu við tvö heimili og jafnvel einhverjar afleysingar. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2020. Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma 839 1400 þri og fim 10 – 12 eða á netfanginu heima.tjonusta@dalir.is
Straumleysi á Skarðsströnd
Rafmagnsbilun er í gangi á Skarðströnd, verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof
Stjórnendaskipti í Auðarskóla
Þann 31. október sl. lét Hlöðver Ingi Gunnarsson af störfum eftir fjögurra ára starf sem skólastjóri Auðarskóla. Hann afhenti Haraldi Haraldssyni, nýjum skólastjóra, lyklavöldin að skólanum við stjórnendaskiptin. Við óskum Hlöðver og fjölskyldu hans velfarnaðar í leik og starfi í framtíðinni og þökkum honum kærlega fyrir samstarfið og samfylgdina undanfarin ár. Haraldur Haraldsson tók til starfa 1. nóvember. Haraldur hefur …
Bókasafnið er ennþá opið
Héraðsbókasafn Dalasýslu er ennþá opið. Vegna hertra aðgerða í baráttunni við COVID-19 vill bókavörður beina þeim tilmælum til viðskiptavina safnsins að nota grímu og spritta hendur áður en bækur eru handfjatlaðar. Sýnum ábyrgð – pössum hvert annað – og brosum á bak við grímuna.
Tilkynning frá sóknarpresti
Sr. Anna Eiríksdóttir hefur nú formlega tekið við Stafholtsprestakalli en mun einnig þjóna Dalaprestakalli samhliða því þar til nýr sóknarprestur hefur verið ráðinn. Verður leitast við að hafa óskerta prestsþjónustu eins og verið hefur að teknu tilliti til reglna Almannavarna. Hægt er að ná í sr. Önnu í síma 897 4724, en hún mun sinna viðtölum og taka á móti …
Sorplosun á mánudag í stað þriðjudags
Venjulega ætti sorplosun að vera á þriðjudegi í Búðardal og Suðurdölum, en í stað þess verður hún í þetta skiptið á mánudaginn kemur þ.e. 2.nóvember.
Óskað eftir framboðum í ungmennaráð Dalabyggðar
Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð sem verður skipað í nóvember. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og tillögum til skila. Að veita ungu …