Uppsetning og frágangur á tunnustöðvum – verðkönnun

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboði í uppsetningu og frágang á 16 tunnustöðvum í sveitarfélaginu.

Framkvæmdin felst í því að koma fyrir forsteyptum L -einingum og lerkiklæðningu.

Dalabyggð útvegar allt efni til framkvæmdarinnar.

Steypueiningar eru 120 cm á hæð og 90 cm á breidd og þyngd c.a.400 kg

Beðið erum verð í hverja einingu eftir stærðum.

Verktími er til 30. júní 2021.

Gögn verða send rafrænt í tölvupósti. Senda skal ósk um útboðsgögn á netfangið vidar@dalir.is.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á dalir@dalir.is fyrir kl.12 þann 20. maí nk.  Tilboð verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska kl.13 sama dag.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei