Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára

DalabyggðFréttir

Unglingar 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknareyðublöð má finna hér:       Reglur       –       Eyðublað Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is. Fylla þarf út umsóknareyðublað, senda með afrit af húsaleigusamningi og staðfestingu á skólavist. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem …

Nýtt fyrirkomulag í sorphirðu

DalabyggðFréttir

Nú stendur yfir útboð á sorphirðu í Dalabyggð. Í útboðinu felst meðal annars að á næsta ári verður tekið upp nýtt sorphirðukerfi í Dalabyggð, svokallað þriggja tunnu kerfi sem á að tryggja skilvirkari flokkun. Í þéttbýli munu verða settar upp tvær sorptunnur til viðbótar þeim sem fyrir eru.  Í dreifbýli verða settar upp þrjár tunnur við hvert heimili og lögbýli. …

Búðarbraut lokuð fyrir umferð

DalabyggðFréttir

Vegna bilunar á vatnsveitu er Búðarbraut lokuð fyrir umferð fyrir miðju, á meðan unnið er að viðgerð. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í kvöld.

Skátafélagið Stígandi – haust 2020

DalabyggðFréttir

Skátastarf í Dalabyggð hefst að nýju eftir sumarfrí í fyrstu viku septembermánaðar. Drekaskátar = börn fædd 2011 – 2012 (3. og 4. bekkur) hafa fundi á þriðjudögum klukkan 16.00 – 17.30 og byrja 1. september. Aukafundir og viðburðir verða auglýstir sér. Þátttökugjald er 12.000 krónur. Fálkaskátar = börn fædd 2008 – 2010 (5. – 7. Bekkur) og Dróttskátar = ungmenni …

Söfnun og flutningur á dýrahræjum í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð óskar eftir tilboðum í söfnun og flutning á dýrahræjum til förgunar frá þeim sem eru með skráð búfé í Dalabyggð. Fyrirhugað er að gera þriggja (3) ára samning við einn aðila um framkvæmd verksins. Nánari upplýsingar, gögn og annað varðandi tilboðsgerð má nálgast á skrifstofum Dalabyggðar kl. 9:00-13:00 á virkum dögum eða með því að senda fyrirspurn á …

Styrkir til gerðar viðskiptaáætlana

DalabyggðFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) auglýsa eftir umsóknum frá frumkvöðlum og starfandi fyrirtækjum um styrki til að vinna viðskiptaáætlun um nýsköpunarverkefni. Veittir verða fimm styrkir að fjárhæð 500.000kr.- hver til kaupa á ráðgjöf við að vinna fullmótaða viðskiptaáætlun. Sjá nánar á vef SSV eða með því að smella HÉR.

Göngur og réttir í Dalabyggð 2020

DalabyggðFréttir

Við viljum byrja á að árétta atriði í nýútgefnum leiðbeiningum um göngur og réttir vegna COVID-19: Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 100 manns. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin fjöldatakmörkun. Hliðvarsla verður við aðkeyrslu að réttum og þangað inn verður …

Grænmeti til sölu í Ólafsdal á morgun

DalabyggðFréttir

Þó að Ólafsdalshátíðinni hafi verið aflýst vilja staðarhaldarar bjóða grænmeti úr rækt sumarsins til sölu á morgun, laugardaginn 15.ágúst milli kl.12-17. Þar má m.a. finna hnúðkál, grænkál, rófur og tvær tegundir af myntu. Salan fer fram utandyra svo gestir geta gætt að sóttvörnum. Laugardagurinn 15.ágúst er jafnframt síðasti opnunardagur sumarsins. Á staðnum er hægt að ganga um og kynna sér …

Nýjar heimsóknarreglur á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Uppfærðar hafa verið heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni og gilda þær þar til annað verður ákveðið. Við biðjum ættingja og vini um að virða reglur og tilmæli sem hér koma fram. Sjá einnig: Silfurtún

Rotþróahreinsun 2020

DalabyggðFréttir

Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. 2020 mun hreinsun fara fram í Hörðudal, Miðdölum og Haukadal og hefst verkið 24.ágúst, áætlað er að því ljúki á tveimur vikum. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum. Dalabyggð vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun s.s. gæta að merkingum rotþróa t.d. með veifum og auðvelda aðgengi …