Laus störf: Sumarstörf á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Til auglýsingar eru þrjú sumarstörf á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda fyrir sumarið 2021.

Hjúkrunarheimilið Fellsendi – sumarstarf í eldhúsi

Óskað eftir starfsmanni í sumarafleysingar við eldhúsið á Fellsenda.
Leitað er af einstaklingi með reynslu af störfum í eldhúsi og vanan matreiðslu.
Verið er að elda fyrir 27 heimilismenn og ca. 10 starfsmenn.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknafrestur er til 6. apríl.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist til Heiðrúnar Söndru Grettisdóttir á netfangið eldhus@fellsendi.is eða síma 772-0860.

Hjúkrunarheimilið Fellsendi – sumastarf í aðhlynning

Óskum eftir starfsmönnum í sumarstarf við aðhlynningu. Um er að ræða vaktarvinnu í fullu starfi og/eða í hlutastarfi.
Leitað er eftir samviskusömum og þolinmóðum einstaklingum. Reynsla af aðhlynningu er æskileg.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélaga.

Umsóknafrestur er til 6. apríl.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist til Jónu Guðrúnar deildastjóra á netfangið jonagudrun@fellsendi.is eða í síma 434-1230.

Hjúkrunarheimilið Fellsendi – sumastarf við ræstingar

Óskað eftir starfsmanni í sumarafleysingar í juní, julí og fram til 15. ágúst við almennar ræstingar á heimilinu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknafrestur er til 6. apríl.
Upplýsingar um starfið veitir Jóna Guðrún deildarstjóri á netfangið jonagudrun@fellsendi.is eða í síma 434-1230.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei