Menningarþörf íbúa og nýting félagsheimila í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd hefur ákveðið að leggja könnun fyrir íbúa Dalabyggðar um menningarþörf og nýtingu félagsheimila í sveitarfélaginu.

Þátttakendum ber engin skylda til að svara einstaka spurningum en því betri upplýsingar sem fást, þeim mun betur er hægt að vinna að því að efla og styrkja menningarstarf í sveitarfélaginu og bæta nýtingu á félagsheimilum.

Ekki verður hægt að rekja svör niður á einstaka þátttakendur. Upplýsingar sem safnast hérna saman verða aðeins nýttar í starf menningarmálanefndar Dalabyggðar og ekki afhentar öðrum þó að einstaka atriði og niðurstöður könnunarinnar geti verið almennt orðaðar í skjölum, minnisblöðum og í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir.

Ef þið hafið athugasemdir eða ábendingar vegna könnunarinnar má hafa samband við Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Dalabyggð á netfangið johanna@dalir.is eða í síma 845-1859.

Könnunina má nálgast hér: Menningarþörf íbúa og nýting félagsheimila í Dalabyggð

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei