Mánudaginn 2. apríl (annan í páskum) kl. 16 verða tveir fyrirlestrar á Byggðasafni Dalamanna tengdir strandmenningu í tilefni menningararfsárs Evrópu 2018. Halla Sigríður Steinólfsdóttir kollubóndi í Akureyjum mun segja frá lífi kollubóndans og Valdís Einarsdóttir safnvörður segir frá búskap og lífinu í Akureyjum fyrr á tímum. Allir áhugasamir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir. Árið 2018 er tileinkað menningararfi Evrópu. Markmið Menningararfsár …
Sumarstarf í Leifsbúð
Leifsbúð óskar eftir starfsmanni í sumarstarf frá 1. júní. Starfið felur í sér þjónustu við viðskiptavini, afgreiðslu, létta matreiðslu, almenn þrif og annað tilfallandi. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri. Reynsla af þjónustu- eða matreiðslustörfum er kostur. Áhugasamir geta sent póst á netfangið he1008@hotmail.com eða hringt í 823 0100. Endilega látið ferilskrá fylgja. Leifsbúð – fb
Umhverfissjóður Íslenskra fjallaleiðsögumanna
Umhverfissjóður Íslenskra fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. Umsóknafrestur rennur út 10. apríl 2018. Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins, fjallaleidsogumenn.is. Umhverfissjóður Íslenskra …
Fjörugróður og rekabóndi
Mánudaginn 26. mars kl. 19 verða tveir fyrirlestrar á Byggðasafni Dalamanna tengdir strandmenningu í tilefni menningararfsárs Evrópu 2018. Hafdís Sturlaugsdóttir landnýtingarráðunautur hjá Náttúrustofu Vestfjarða mun fjalla um fjörugróður og nýtingu hans og Matthías Sævar Lýðsson bóndi í Húsavík á Ströndum mun segja frá lífi rekabóndans. Allir áhugasamir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir. Árið 2018 er tileinkað menningararfi Evrópu. Markmið Menningararfsár Evrópu er að …
Dalaveitur, lagning ljósleiðara 2018
Dalaveitur ehf. óska eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Dalabyggðar. Leggja skal ljósleiðaralagnir, ganga frá þeim inn fyrir vegg á tengistöðum og ganga frá yfirborði og brunnum. Verkið skiptist í þrjá hluta og geta bjóðendur boðið í eina, tvær eða þrjár leiðir. Helstu magntölur: Leið 4: Plæging stofn- og heimtauga 55 km Leið 5: Plæging stofn- og heimtauga 56 …
Til þeirra sem sinna ferðamönnum í Dalabyggð
Dalabyggð vekur athygli á að flest fyrirtæki í ferðaþjónustu eru annað hvort rekin með tilteknum leyfum eða opinberri skráningu. Þannig eru ferðaskrifstofur (sem skipuleggja ferðir lengra en yfir daginn) og ferðaskipuleggjendur (sem skipuleggja dagsferðir eða styttri) háðir leyfi frá Ferðamálastofu. Gistileyfi þarf fyrir gistiþjónustu í atvinnuskyni, en einnig er heimagisting leyfileg, en skráningarskyld. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur eftirlit á landsvísu …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 159. fundur
159. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. mars 2018 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2017 Almenn mál – umsagnir og vísanir 2. Áfangastaðaáætlun DMP 3. Ólafsdalur 2 – lögbýlisskráning 4. Sameining almannavarnanefnda á Vesturlandi 5. Brunavarnaáætlun 6. Aðalskipulag 2017-2029 7. Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi 8. Byggðaáætlun 2018 – 2024 9. Mál frá Alþingi til umsagnar …
Garðyrkjufélag Dalabyggðar
Miðvikudaginn 14. mars kl 20 efnir Garðyrkjufélag Dalabyggðar til fræðslukvölds í fundarsal stjórnsýsluhússin við Miðbraut 11 í Búðardal. Kristinn H. Þorsteinsson fræðslustjóri Garðyrkjufélags Íslands mun í erindi fjalla um göngustígagerð. Af því loknu mun Sigurbjörn Einarsson jarðvegslíffræðingur fjalla um mikilvægi svepprótar, sambýlisform sveppa og trjáróta fyrir vöxt og viðgang trjáa. Hann mun einnig lýsa hvernig bæta megi lifun trjáplantna eftir útplöntun með því …
Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 varðandi íbúðarsvæði í Búðardal, stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í Búðardal og frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal. Tillögurnar liggja frammi frá 8. mars 2018 á skrifstofu Dalabyggðar, …
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Ólafsdal
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Ólafsdal í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst meðal annars í ákveðnum áherslubreytingum frá gildistöku þess. Til að mynda er nýr byggingarreitur fyrir vélaskemmu, víkkun heimilda á núverandi byggingareitum og nýr kafli um verndun menningarlandslags. Tillögurnar liggja frammi frá 8. …