Íslandsmeistarmótið í rúningi 2018

DalabyggðFréttir

Ellefta Íslandsmeistaramótið í rúningi 2018 verður haldið á haustfagnaði FSD laugardaginn 27. október kl. 14 í reiðhöllinni í Búðardal.

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 25. október til Fjólu í síma 695 6576 eða á netfangið kringla@simnet.is.

Tvær umferðir eru og er betri umferðin látin gilda. Þrír efstu keppa síðan til úrslita.

Úrslit og verðlaunaafhending verða að lokinni keppni.

Auk þess verða veitt sérstök verðlaun fyrir best lopaklædda gestinn og háværasta/skemmtilegasta stuðningsmanninn eða hópinn.

Íslandsmeistarar í rúningi frá 2008 eru Arnar Arnar Freyr Þorbjarnarson 2017, Hafliði Sævarsson 2011 og 2014-2016, Reynir Þór Jónsson 2013, Jóhann Hólm Ríkarðsson 2012 og Julio Cesar Gutierrez 2008-2010.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei