Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti verður safnað hjá bændum 24.-26. apríl. Næstu safnanir verða síðan 10.-14. júlí og 6.-9. nóvember. Plastið skal haft á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka. Frágangur á plastinu hjá bændum getur verið í stórsekk (t.d. undan áburði) eða pressað og bundið saman þannig að gott sé að koma því á bíl (litla bagga) eða í þar til gerðum gámum eða á …

Skátar fagna sumri

DalabyggðFréttir

Á sumardaginn fyrsta mun Skátafélagið Stígandi taka á móti gestum í aðstöðu sinni í Dalabúð kl. 13:30 – 16:00. Úti verður kveikt bál og ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt í gangi fyrir gesti og skáta að prufa. Inni verður hægt að hnýta hnúta, þæfa ull, fara í leiki, syngja skátasöngva, læra að súrra og sitthvað fleira. Í matsalnum verður vöffluhlaðborð frá …

Vinnuskóli Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 6. júní til 31. júlí 2017 og er fyrir unglinga fædda árin 2001 – 2004. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin, en fjóra daga fyrir hin yngri. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðunni og einnig á skrifstofu Dalabyggðar. Sérstakar vinnureglur og viðmið um verkefni og verkfæri gilda um Vinnuskóla Dalabyggðar …

Vinnuskóli – félagsleg liðveisla

DalabyggðFréttir

Tvö störf við félagslega liðveislu við Vinnuskóla Dalabyggðar eru laus til umsóknar. Um sumarstörf er að ræða. Starfsmenn sem sinna félagslegri liðveislu starfa með og undir stjórn verkstjóra vinnuskólans og fylgja sínum skjólstæðingi. Starfstími vinnuskólans er 6. júní – 31. júlí og daglegur vinnutími kl. 8:00 – 16:00. Hugsanlegt er að ráða starfsmenn einnig í ágústmánuði enda verði þá unnið …

Aðalsafnaðarfundur Staðarfellssóknar

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Staðarfellssóknar verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 20:30 á Staðarfelli. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosinn kjörnefndarfulltrúi og fleira. Allir í sókninni eru velkomnir.

Aðalsafnaðarfundur Stóra-Vatnshornssafnaðar

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Stóra-Vatnshornssafnaðar verður haldinn að Hömrum í Haukadal, miðvikudaginn 26. apríl 2017 kl. 19:00. Dagskrá fundarins venjuleg aðalfundarstörf, kosinn kjörnefndarfulltrúi og fleira. Allir í sókninni eru velkomnir.

Aðalsafnaðarfundur Hjarðarholtssafnaðar

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Hjarðarholtssafnaðar verður haldinn þriðjudaginn, 25. apríl kl. 20:00 í þjónustuhúsi Hjarðarholtskirkju. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kjörnefndarfulltrúar kosnir og fleira. Allir í sókninni eru hjartanlega velkomnir.

Aðalfundur Kvennabrekkusóknar

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn á Fellsenda mánudaginn 24. apríl kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir.

Félagsvist og páskabingó í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Nemendafélag Auðarskóla ætlar að halda félagsvist og páskabingó eins og síðustu ár í Tjarnarlundi. Spiluð verður félagsvist fimmtudaginn 13. apríl kl. 19:30. Það kostar 700 kr. að spila. Sjoppa á staðnum en enginn posi.Páskabingóið verður síðan laugardaginn 15. apríl kl. 19:30. Spjaldið kostar 700 kr. Sjoppa á staðnum og posi.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 147. fundur

DalabyggðFréttir

147. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 18. apríl 2017 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2016 2. Ljárskógar – Upprekstrar- og beitarréttindi Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Frumvörp til umsagnar mars 2017 4. Frumvörp til umsagnar apríl 2017 Fundargerðir til samþykktar 5. Byggðarráð Dalabyggðar – 188 6. Fræðslunefnd Dalabyggðar – 79 7. …