Upplýsingar frá heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum um móttöku háls-, nef og eyrnalæknis, inflúensubólusetningu, krabbameinsleit og nýtt vaktnúmer utan dagvinnutíma. Háls-, nef- og nef og eyrnalæknir Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 3. október. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Inflúensubólusetning Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal …
Skógarstrandarvegur
Á 140. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 20. september 2016 var rætt um ástand Skógarstrandarvegar, stofnveg 54. Snæfellsnesvegur (54) milli Hörðudals og Stykkishólmsvegar er um 60 km langur malarvegur og er hann hluti af stofnvegakerfi landsins enda tengir hann saman Snæfellsnes og Dali og myndar þar með (ferðamanna)leiðir til Norðurlands og Vestfjarða. Samkvæmt umferðartölum Vegagerðarinnar var sumardagsumferð um veginn árið 2015 allt …
Svæðisskipulag
Þann 6. september var haldinn annar opni súpufundurinn í tengslum við svæðisskipulagsvinnu Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Á fundinn komu rúmlega 30 manns til að ræða þróun heimahaganna. Fyrir fundarmenn voru lögð tvö verkefni. Annað sneri að efnivið fyrir svæðismark (vörumerki) svæðisins. Hitt fólst í skipulagningu ferðaleiða og áfangastaða. Í tengslum við fyrra verkefnið kynntu ráðgjafar frá Alta fordæmi og fyrirmyndir …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 140. fundur
140. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. september 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1.Styrkir til uppbygginar á innviðum fyrir rafbíla2.Samband sveitarfélaga á Vesturlandi – Haustþing 20163.Stofnvegur 54 um Skógarströnd4.Styrkumsókn – Haustfagnaður 20165.Sala eigna – Laugar í Sælingsdal Almenn mál – umsagnir og vísanir 6.Heimaþjónusta – Félagsstarf aldraðra7.Umsókn um lóð8.Frumvörp til umsagnar ágúst 20169.Reglur um …
Réttir 2016
Samkvæmt fjallskilareglugerð verða lögbundnar leitir og réttir í Dalabyggð helgina 17.-18. september. Vörðufellsréttir á Skógarströnd verða haldnar laugardaginn 17. september kl. 13 og hin síðari sunnudaginn 9. október kl. 13. Réttarstjóri er Jóel H Jónasson. Ósrétt á Skógarströnd verður föstudaginn 30. september kl. 10. Réttarstjóri er Sigurður Hreiðarsson. Hólmaréttir í Hörðudal verða haldnar sunnudaginn 25. september og hin síðari sunnudaginn …
Réttardansleikur í Tjarnarlundi
Hljómsveitin B4 heldur réttardansleik í Tjarnarlundi í Saurbæ laugardaginn 17. september 23-3. Aðgangseyrir er 3.000 kr. Enginn posi er á staðnum og því eingöngu tekið á móti reiðufé. Aldurstakmark er 16 ára.
Haustfagnaður FSD
Haustfagnaður FSD 2016 verður haldinn dagana 21.-22. október. Hrúta- og gimbrasýningar verða á Svarfhóli í Laxárdal norðan girðingar og á Vatni í Haukadal sunnan girðingar. Þá verður sviðaveisla, hagyrðingar, dansleikir, Íslandsmeistaramótið í rúningi, ljósmyndakeppni (þemað í ár er smalinn), grillveisla, kynningar, sölusýningar ásamt fleiru. Dansleikurinn á laugardagskvöldinu í Dalabúð verður með Buff. Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur. Haustfagnaður …
Skarðsstöð – Dýpkun og grjótvörn
Dalabyggð óskar eftir tilboðum í dýpkun og grjótvörn við Skarðsstöð. Helstu verkþættir og magntölur eru · dýpkun í smábátahöfn í -2 m, magn um 240 m² · fylling og grjótvörn við steinbryggju, magn um 1.200 m³ Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. desember 2016. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni að Borgartúni 7 í Reykjavík (móttöku) og á skrifstofu Dalabyggðar …
Leyndardómar fjörunnar, þjóðtrú, ótti og óhugnaður
Laugardaginn 10. september kl. 20 verður árleg þjóðtrúarkvöldvaka haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Dagrún Ósk Jónsdóttir sér um kvöldvökuna og Ester Sigfúsdóttir töfrar fram yfirnáttúrulegt kaffihlaðborð. Að þessu sinni eru á dagskrá þjóðtrúarkvöldvökunnar skemmtilegt og fróðlegt spjall um náttúruna, ísbirni, seli, fjöruna, þjóðtrú og þjóðsögur. Auk skemmtilestra sem einkenna þessa kvöldvöku verður boðið upp á viðeigandi tónlistaratriði sem …
MS Búðardal – atvinna í boði
MS Búðardal óskar eftir áhugasömum einstaklingum til vélgæslu- og framleiðslustarfa í ostagerð. Um framtíðarstörf er að ræða. Nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, ludvikh@ms.is og Elísabet Svansdóttir, elisabets@ms.is MS Búðardal framleiðir m.a. Dala-Feta og Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum. Ostagerðarmenning MS Búðardal byrjaði árið 1977. Á næsta ári 2017 verða því liðin 40 ár frá því að fyrirtækið framleiddi fyrsta …