Salthólmavík og Sölvatangi

DalabyggðFréttir

Þriðja kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður mánudaginn 19. júní kl. 19:30 og er þá búið að taka tillit til sögumanns, veðurspár og sjávarfalla.

Beygt er hjá Skriðulandi, keyrt í átt að Tjaldanesi og rétt áður en þangað er komið er vegur merktur Salthólmavík. Hægt er að leggja bílum við lónið/stífluna, þar sem Staðarhólsá og Hvolsá mætast.


Byrjað er að ganga gamlan vegaslóða að Salthólmavík. Þar verður áð og rifjuð stuttlega upp saga Kaupfélags Saurbæinga, örnefni ofl.


Síðan verður gengið út Sölvatanga og fyrir þá sem treysta sér niður smá skriður og stórgrýti verður fjaran gengin til baka. En líka er hægt er að ganga bakkann aftur til baka þar til færð niður í fjöru batnar.


Háfjara verður um hálf níu og er þá yfirleitt líflegt fuglalíf þar. Kíkir gæti komið að góðum notum á þessum slóðum. Ættu að sjást 15-25 fuglategundir. Fuglar sem sést hafa á þessum slóðum eru t.d. æður, stokkönd, veiðibjalla, sendlingar, hávella, álft, stelkur, lóuþræll, grágæsir, tjaldur, sandlóa, spói, lómur, heiðlóa, hrossagaukur, hettumáfur, sólskríkja, haförn, kría, tildra og eflaust fleiri.


Frítt er í gönguna og allir eru velkomnir. Fara varlega og passa sig og sína. Svo eru góðar sögur alltaf vel þegnar. Gangan tekur 1-2 tíma eftir því hvort öll gangan eða hluti hennar er valin.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei