Vígslubiskup heimsækir Dalina

DalabyggðFréttir

Dagana 18. og 19. júní munu heimsækja Dalina sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi.
Af því tilefni verður kvöldmessa í Hjarðarholtskirkju sunnudaginn 18. júní, kl. 20. Sóknarprestur, sr. Anna Eiríksdóttir, mun þjóna fyrir altari og vígslubiskup, sr. Kristján Valur Ingólfsson, prédika.
Organisti í athöfninni verður Halldór Þorgils Þórðarsonar og félagar úr kirkjukór Dalaprestakalls leiða söng.
Eftir athöfn er kirkjugestum boðið upp á kirkjukaffi.
Allir eru hjartanlega velkomnir til messu í Hjarðarholti.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei