Skrauma

DalabyggðFréttir

Fjórða kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður þriðjudaginn 27. júní kl 19:30 niður með Skraumu í Hörðudal.
Upphaf ferðar er á bæjarhlaðinu í Álfatröðum, sem er eyðibýli rétt vestan Skraumu, neðan vegar. Mikilvægt er að að loka hliðinu á eftir sér, það er ekki bara til skrauts.
Frá Álfatröðum verður gengið niður með Skraumu til sjávar. Gljúfrin verða skoðuð og annað sem augað glepur. Hversu nálægt gljúfrunum er gengið ákvarðar hver fyrir sig með tilliti til lofthræðslu. Rétt er að taka fram að gljúfrin eru ekki hættulaus og Skrauma á enn eftir að taka þann tuttugasta.
Stoppað verður í ósum Skraumu, en þar er meðal annars Vestliðaeyri, gamall verslunarstaður. Á bakaleiðinni er farinn vegslóði vestan Skraumu og hægt að njóta fjallasýnar ef skyggni leyfir.
Þessi hringur er mjór og langur, í heild rúmir 5 km. Gangan tekur um 2 tíma með stoppum og hangsi. Allir sem kunna fótum sínum forráð eru velkomnir í gönguna, engin fjárútlát, bara að mæta stundvíslega í Álfatraðir.

Skrauma – kvöldganga

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei