Sumarsólstöðutónleikar á Laugum

DalabyggðFréttir

Kristín Lárusdóttir sellóleikari heldur órafmagnaða tónleika miðvikudaginn 21. júní kl. 21 í Gyllta salnum á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal.
Tónlist Kristínar er innblásin af íslenskum tónlistararfi og náttúru. Hún spilar bæði á selló, kveður og notar ýmis rafhljóð. Á tónleikunum mun Kristín koma til með að spila og syngja eigin tónlist, rímur og þjóðlög.
Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Fb-viðburður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei