Sögustund í Mjósundum

DalabyggðFréttir

Síðasta sögustund Byggðasafns Dalamanna þennan veturinn verður í Mjósundum á Svínadal miðvikudaginn 12. apríl kl. 18:30. Miðað er við mætingu við gönguleið vestan Mjósunda. Veður ræður nokkru um dagskrána. Ef vel viðrar verður gengið að Hvolsseli, en að öðrum kosti verður umhverfi Mjósunda og menningarminjar þar skoðaðar.

Íbúafundur

DalabyggðFréttir

Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð þriðjudaginn 11. apríl og hefst kl. 20. Á dagskrá eru ársreikningur Dalabyggðar árið 2016, fjárhags- og framkvæmdaáætlun árið 2017, lagning ljósleiðara og fleira. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum.

Auðarskóli, þak 2017 – útboð

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í verkið Auðarskóli, þak 2017 – útboð. Verkið felur í sér rif á núverandi trapizustáli af þaki efri álmu Auðarskóla og klæðningu á bárustáli í staðinn, endurnýja þakpappa, skotrennur, flasningar, kjöljárn o.fl. Einnig endurnýjun burðarvirkis og klæðningu þakkants, skipta um þakrennur og niðurfallsrör. Þakflötur er um 690 m2 og þakkantur er um 100 m. Skiladagur verksins …

Lagning ljósleiðara – útboð

DalabyggðFréttir

Dalaveitur ehf. óska eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Dalabyggðar. Leggja skal ljósleiðaralagnir, ganga frá þeim inn fyrir vegg á tengistöðum og ganga frá yfirborði. Verkið skiptist í þrjá hluta og eru helstu magntölur þessar: Leið 1: Plæging stofn- og heimtauga 25,2 km Leið 2: Plæging stofn- og heimtauga 27,4 km Leið 3: Plæging stofn- og heimtauga 15,4 km …

Hleðsla á slökkvitækjum

DalabyggðFréttir

Slökkvilið Dalabyggðar í samvinnu við Lionsklúbbur Búðardals gangast fyrir hleðslu á slökkvitækjum í slökkvistöðinni við Miðbraut í Búðardal. Móttakan verður opin 5.-7. apríl kl. 17-19 og laugardaginn 8. apríl kl. 10-19. Hleðsla fyrir 2 kg duft- og vatnstæki er 3.534 kr og 6/12 kg dufttæki er 4.433 kr. Veittur er 5% afsláttur ef fimm eða fleiri tæki eru frá sama …

Árshátíð Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 6. apríl verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Dalabúð kl. 18. Áætlað er að dagskrá og súpa taki allt að tvær klukkustundir, en í ár verður boðið uppá súpu og meðlæti í stað kaffiveitinga. Miðaverð er 1.000 kr fyrir 6 ára og eldri. Allir eru velkomnir; mömmur, pabbar, systur, bræður, ömmur, afar, frænkur, frændur og aðrir velunnarar skólans.

Útsala á bókum

DalabyggðFréttir

Á Héraðsbókasafni Dalasýslu hefur safnast upp fjöldi bóka sem ekki þykir ástæða til að geyma lengur á safninu og í yfirfullum geymslum sveitarfélagsins. Því verður haldinn bókamarkaður í anddyri Stjórnssýsluhússins í dag kl. 10-18. Meðal bóka sem finna má á markaðinum eru: Jón Guðnason; Dalamenn I-IV og Strandamenn I-X. Guðrún frá Lundi; Dalalíf I-LVI, Utan frá sjó I-IV, Upp til …

Íbúagátt

DalabyggðFréttir

Aðgangur að íbúagátt Dalabyggðar hefur verið lokuð undanfarna daga, en nú á loks að vera hægt að nálgast upplýsingar þaðan.

Aðalfundur Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna verður haldinn í báta og hlunnindasafninu á Reykhólum, fimmtudaginn 6. apríl kl. 17. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Skýrsla stjórnar 3. Afgreiðsla reikninga 4. Kosning í stjórn 5. Kynning á lokaskýrslu fornleifaskráningar í Flatey á Breiðafirði 6. Önnur mál

Súrkál og annað sýrt grænmeti

DalabyggðFréttir

Garðyrkjufélag Dalabyggðar stendur fyrir námskeiði í að sýra grænmeti sunnudaginn 26. mars kl. 11:00-14:30 í Dalabúð. Mjólkursýring er ævagömul náttúruleg leið til að geyma grænmeti. Mjólkursýrubakteríur eru náttúrulega til staðar á grænmeti og aðferðin gengur út á að skapa réttar aðstæður til að þær nái yfirhöndinni og koma af stað gerjun. Flestir kannast við súrkál en hægt er að sýra …