Sauðafellshlaupið 2017

DalabyggðFréttir

Föstudagskvöldið 16. júní kl. 20:30 verður Sauðafellshlaupið haldið í fjórða sinn.
Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum. Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585, á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið, það hlaupið þvert og niður að bænum Sauðafelli, og komið að þjóðvegi 60 á ný og þá er hringnum lokað.
Hlaupaleiðin er um 12 km. Þeir sem vilja frekar hlaupa eftir vegi, geta tekið hringinn eftir þjóðvegunum 60 og 585, þá skiljast leiðir hlaupara við Fellsenda, sú leið er um 15 km.
Hlaupandi eða gangandi hver á sínum hraða. Yngsti þátttakandinn sem hefur tekið þátt er 9 ára og elsti 74 ára. Þetta er tímalaust hlaup, og hver tekur tíma á sér ef hann vill. Þó ber að geta fyrir þá sem vilja slá met að besti tími sem við vitum um er 61 mínúta.
Boðið verður uppá barnagæslu á Erpsstöðum meðan á hlaupinu stendur, leikir og dýrin á bænum skoðuð.
Nánari upplýsingar um skráningu og þátttökugjald er að finna á fb-síðu Erpsstaða.

Sauðafellshlaupið 2017

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei