Hreyfivika UMFÍ

DalabyggðFréttir

Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum.
UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur.
Mánudaginn 29. maí
Knattspyrnuæfing verður fyrir 7-10 ára kl. 15:30-16:30 og fyrir 11 ára og eldri kl. 16:30-17:30. Þjálfari er Sindri Geir.
Útiæfing fyrir alla áhugasama verður síðan undir stjórn Svönu kl kl. 18:15 hjá Skólahreystibrautinni.
Fimmtudaginn 1. júní
Kl. 13:30-14:30 geta eldri borgarar komið og fengið kennslu hjá Svönu á tækin í líkamsræktarstöð Umf. Ólafs Páa.
Fyrsta frjálsíþróttaæfing sumarsins verður í dalnum kl. 16:30. Þjálfari er Steinþór Logi og honum til aðstoðar er Sindri Geir.
Knattspyrnuæfing hefst síðan kl. 17:30. Þjálfari er Sindri Geir og honum til aðstoðar er Steinþór Logi.
Byggðasafn Dalamanna stendur síðan fyrir kvöldgöngu á Svínadal. Gangan hefst kl. 20 og tekur um 2 tíma og hentar flestum göngufærum. Mæting er vestan Mjósunda ofan þjóðvegar, þar sem skilti um gönguleiðina er. Gengið verður meðfram hlíðinni að Kötlum og á bakaleiðinni komið við í Hvolsseli.
Sunnudagurinn 4. júní
Gengið verður að Tregasteini í Hörðudal. Lagt verður af stað kl. 20:30 frá Hólmarétt í Hörðudal. Leiðin er miðlungs erfið og tekur 1 klst og 30 mínútur.

Hreyfivika UMFÍ

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei