Gengið á Nónhæð

DalabyggðFréttir

Byggðasafn Dalamanna stendur fyrir göngu á Nónhæð þriðjudaginn 13. júní kl. 19. Lagt verður af stað frá hlaðinu hjá Þóru og Sveini á Staðarfelli.
Gangan hentar flestum, þægileg hækkun alla leið, örlítið á fótinn í upphafi. Genginn er gamall vegarslóði upp á Nónhæð, skoðaðar plöntur, fuglar og útsýni á leiðinni, allt eftir áhuga. Sama leið er farin til baka með smávægilegum útúrdúr ef veður og tími leyfa. Gangan tekur 1½-2 klst.

Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir og frítt í gönguna. Bara að passa sig og sína og njóta.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei