Fjármála- og efnahagsráðherra hefur afhent óbyggðanefnd þjóðlendukröfur á svæði 9A, Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi. Landeigendur og aðrir þeir sem málið varða eru boðnir til samráðsfundar þriðjudaginn 8. mars næstkomandi þar sem rætt verður um kröfur ríkisins og viðbrögð við þeim. Fundurinn verður í félagsheimilinu Árbliki og hefst kl. 20. Fundurinn er öllum opinn.
Allir lesa – úrslit
Eftir fjórar æsispennandi lestrarvikur eru úrslit ljós í landsleiknum Allir lesa, en íbúar Dalabyggðar höfnuðu í fjórða sæti þegar horft var á lestur eftir búsetu. Landsleikurinn vakti strax mikla athygli og bættist fjöldi nýrra lesenda í hóp þeirra sem tóku þátt í fyrstu keppninni árið 2014. Á þeim fjórum vikum sem leikurinn stóð skráðu 1.802 einstaklingar í 237 liðum alls …
Íbúagátt
Af tæknilegum ástæðum þarf að fara inn á íbúagátt Dalabyggðar með Gooogle Chrome vafranum. Internet Explorer virkar ekki fyrir íbúagáttina.
Sumarstörf á Silfurtúni
Óskað er eftir starfsfólki á Dvalar- og hjúkrunarheimlið Silfurtún í afleysingarstörf í sumar og fram á haust. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Eyþór J. Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251.
Héraðsbókasafn
Héraðsbókasafn Dalasýslu er lokað í dag, 16. febrúar 2016, vegna veikinda.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 134. fundur
134. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 16. febrúar 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ljósleiðari í Dalabyggð 2. Eiríksstaðanefnd – Skipun nefndar 3. Fræðsluferð SSV 2016 Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Frumvörp til umsagnar 5. Lækkun byggingarkostnaðar Fundargerðir til staðfestingar 6. Byggðarráð Dalabyggðar – 168 7. Fræðslunefnd Dalabyggðar – 73 8. Umhverfis- …
Lengd gæsla – starf frístundaleiðbeinanda
Starf frístundaleiðbeinanda við lengda gæslu grunnskólabarna á yngsta stigi er laust til umsóknar. Vinnutími er að jafnaði kl. 12:00 – 15:30/17:30 á föstudögum og eftir atvikum afleysingar kl. 15:00 – 17:30 mánudaga til fimmtudaga. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar sem fyrst.
Uppbyggingarsjóður Vesturlands – Viðtalstímar starfsmanna
Starfsmenn SSV bjóða upp á viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem veittar verða upplýsingar um gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Viðtalstími í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal verður miðvikudaginn 10. febrúar kl. 10-12. Umsækjendur og aðrir þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu. Viðtalstímar starfsmanna Uppbyggingasjóðs Vesturlands Mánudagur 8. febrúar. Akranes og Hvalfjarðarsveit Kl.10:00-12:00 Ráðhúsið, Innrimel 3, …
Fasteignagjöld 2016
Álagningu fasteignagjalda 2016 er nú lokið. Álagningarseðla fasteignagjalda má nálgast rafrænt (pdf-skjöl) á þjónustusíðu opinberra aðila www.island.is. Íbúar 67 ára og eldri fá þá senda í pósti og einnig þeir sem þess óska sérstaklega. Aðgangur að Island.is er Íslykill (kennitala og lykilorð útgefið af þjóðskrá) eða rafræn skilríki. Nánari upplýsingar og aðstoð má fá á skrifstofu Dalabyggðar kl. 10-14, í …
Uppbyggingasjóður Vesturlands
Uppbyggingasjóður Vesturlands veitir styrki í eftirfarandi verkefni. 1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar 2) Verkefnastyrkir á sviði menningar 3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála Styrkjum til menningarmála er úthlutað einu sinni á ári (liðir 2 og 3). Upplýsingar veitir Elísabet Haraldsdóttir í síma 433-2312 eða 892-5290. Nnetfang: menning@vesturland.is. Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar (liður 1) er úthlutað tvisvar á ári, núna …