Í tilefni af opnun Leifsbúðar laugardaginn 12. apríl verður opið hús kl. 16-18. Léttar veitingar verða í boði og lifandi tónlist.
Hleðsla slökkvitækja
Lionsklúbbur Búðardals í samvinnu við slökkviliðið gengst fyrir hleðslu á slökkvitækjum. Tekið verður á móti slökkvitækjum í slökkvistöðinni, Miðbraut 9 eftirtalda daga: miðvikudaginn 9. apríl kl. 17-19 fimmtudaginn 10. apríl kl. 17-19 föstudaginn 11. apríl kl. 17-19 laugardaginn 12. apríl kl. 10-19 Nánari upplýsingar fyrirkomulag og kostnað eru í dreifibréfi.
Vetrarleikar Glaðs
Vetrarleikar Glaðs fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 12. apríl klukkan 12. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokki. Keppnisgreinar eru fjórgangur, fimmgangur, tölt og 100 metra skeið. Nánari upplýsingar um mótið og skráningu er að finna á heimasíðu Glaðs. Hestamannafélagið Glaður
Breytingar á sorphirðu í Dalabyggð
Sveitarstjórn hefur ákveðið, að höfðu samráði við Gámaþjónustu Vesturlands ehf. að almenn sorphirða frá heimilum verði á 14 daga fresti frá 1. apríl. Sorphirðing verður annan hvern þriðjudag. Samhliða þessu verða gerðar breytingar á flokkunarstöðinni við Vesturbraut (gámavellinum) þannig að íbúar geta komið með flokkað sorp á öllum tímum sólarhrings og losað í svokallaða flokkunarkrá. Með því að flokka sorp …
Söfnun sjúkraflutningaaðila
Sjúkraflutningsmenn í Búðardal hafa nú hafið söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki til að hafa í sjúkrabíl í Búðardal. Starfsmenn sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi hafa staðið fyrir sambærilegri söfnun undanfarnar vikur með góðum árangri. Tæki af þessari gerð hefur hlotið nafnið Lúkas, en þar er verið að vísa í að með notkun þess jafngildir það viðbótarmanni við endurlífgun. Tækið sér algjörlega …
Bókasafn innheimta
Árgjald Héraðsbókasafns fyrir árið 2014 verður óbreytt frá fyrra ári, það er 1.000 kr. Hægt er að greiða árgjaldið á bókasafninu hjá bókaverði eða inn á reikning 0312-26-001818, kt. 510694-2019 og merkja það viðkomandi og bókasafni. Eindagi árgjalds er 1. maí og eftir það verður greiðsluseðlar sendir út að viðbættum kostnaði. Héraðsbókasafn Dalasýslu er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. …
Hundahald í Búðardal
Minnt er á að hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð. Takmarkanirnar eru m.a. eftirfarandi – eiganda er skylt að skrá hund sinn á skrifstofu Dalabyggðar. – eiganda er skylt að kaupa ábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu tryggingarfélagi. – óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa, en heimilt er að hafa þá í taumi úti …
Sjálfboðavinnuverkefni
Til sjálfboðavinnuverkefna í Dalabyggð eru til ráðstöfunar samkvæmt fjárhagsáætlun2014 allt að 1 milljón króna. Framlögin skulu nýtt til efniskaupa og vélavinnu. Reglur um sjálfboðavinnuverkefni og umsóknareyðublöð eru á vef Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 2. maí 2014. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni …
Karlakórinn Söngbræður
Karlakórinn Söngbræður verður með söngskemmtun í Dalabúð fimmtudaginn 3. apríl kl. 20:30. Karlakórinn Söngbræður var stofnaður í uppsveitum Borgarfjarðar 1978. Kórfélagar voru fyrst í stað aðallega úr uppsveitum Borgarfjarðar, en nú eru söngmenn úr öllum Borgarfirði, sunnan Skarðsheiðar og vestur í Hnappadal, einnig eru söngmenn úr Dölum og norðan af Ströndum. Kórinn hefur gefið út einn hljómdisk „Vorvindar“ og hefur …
Sýsluskrifstofa
Vegna funda verður Sýsluskrifstofan í Búðardal lokuð föstudaginn 4. apríl.