Norræni skjaladagurinn – Vesturfarar

DalabyggðFréttir

Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með sýningu í tilefni norræna skjaladagsins sunnudaginn 9. nóvember frá kl. 14 í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal.
Yfirskrift skjaladagsins að þessu sinni er „Vesturfarar“. Fjallað verður um Dalamenn í Vesturheimi og áhersla lögð á fyrstu kynslóðina.
Þegar farið er að skoða sögu vesturfaranna vakna upp margar spurningar. Hvers vegna var farið, hvers vegna ekki? Hverjir fóru? Hvert var farið? Hvað fór fólk að gera? Hverjir komu til baka? Hvert var sambandið við ættingja og vini heima á Íslandi? Hvernig er hægt að komast að því hvað varð um einstaka vesturfara? Ekki er víst að fáist svör við öllum spurningum, en það er alltaf hægt að velta hlutunum fyrir sér.
Allir eru velkomnir á sýningu héraðsskjalasafnsins á norræna skjaladaginn og enginn aðgangseyrir.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei