Raunfærnimat

DalabyggðFréttir

Viltu fá starfsreynslu og vel leyst lífsverkefni metin til framhaldsskólaeininga?Raunfærnimat er fyrir þá sem hafa reynslu og þekkingu á ákveðnu sviði án þess að hafa viðurkenningu úr formlega skólakerfinu.
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat fyrir
leikskólaliða – mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af vinnu með börnum.
félagsliða – mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af vinnu með fötluðum, öldruðum eða sjúkum.
stuðningsfulltrúa – mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af vinnu með börnum
og unglingum.
Tilgangur raunfærnimats er að gefa út staðfestingu sem einstaklingur getur notað til
– styttingar á námi
– að sýna fram á reynslu og færni í starfi eða í atvinnuumsókn
– að meta hvernig einstaklingur getur styrkt sig í námi eða starfi.
Áhugasamir hafi samband við náms- og starfsráðgjafa Símenntunarmiðstöðvarinnar
Kynningarfundir verða haldnir á vinnustöðum í nóvember.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei