Stéttarfélag Vesturlands boðar til kynningarfundar vegna atkvæðagreiðslu um sáttatillögu ríkssáttasemjara til lausnar kjaradeilu Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins og undirrituð var 20. febrúar 2014. Um er að ræða félagsmenn í þeim deildum félagsins sem vinna eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) við Samtök atvinnulífsins, ekki þá sem eru í deildum Samiðnar eða LÍV, starfa eftir samningum ríkis- eða sveitarfélaga eða eftir …
Nýtt fyrirtæki opnar í Búðardal
Fimmtudaginn 27. febrúar mun stálsmiðja, bíla- og vélaverkstæðið B.A. Einarsson opna að Vesturbraut 8 í Búðardal. Í tilefni þess er íbúum Dalabyggðar og nærsveita boðið að kíkja við, þiggja kaffisopa og léttar veitingar á meðan birgðir endast.
Skólaliði í Auðarskóla
Skólaliða vantar tímabundið í 50% starf í mötuneyti Auðarskóla í Dalabúð. Starfið fellst í aðstoð í eldhúsi, þrifum og gæslu. Um er að ræða vinnu í fjórar vikur frá og með 4. mars næstkomandi. Að lokinni afleysingu í mötuneytinu er möguleiki á afleysingavinnu í öðrum deildum Auðarskóla. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið …
Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 18.febrúar 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2006-2018 og tillögu að deiliskipulagi. Í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar ásamt umhverfisskýrslu. Breytingin tekur til urðunarsvæðis í landi Höskuldsstaða og til breytingar á Vestfjarðavegi, nr. 60, í Miðdölum, ásamt tengingu Fellsendavegar og Hlíðarvegar. …
Breytingar á sorphirðu í Dalabyggð
Sveitarstjórn hefur ákveðið, að höfðu samráði við Gámaþjónustu Vesturlands ehf. að almenn sorphirða frá heimilum verði á 14 daga fresti frá mánaðarmótunum mars/apríl. Þannig verður sorp hirt mánudaginn 24. mars en næst þriðjudaginn 1. apríl og annan hvern þriðjudag þaðan í frá. Flokkunarkrá Samhliða þessu verða gerðar breytingar á flokkunarstöðinni við Vesturbraut (gámavellinum) þannig að íbúar geta komið með flokkað …
Bæjarhátíð í Búðardal
Á síðasta fundi menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar var ákveðið að bæjarhátíð í Búðardal yrði 11.-13. júlí. Seinka þurfti hátíðinni til að Vestfjarðavíkingurinn gæti orðið hluti af dagskránni. Dagskrá bæjarhátíðar 2014 verður í samræmi við áhuga íbúa og þeirra þátttöku. Allar hugmyndir eru vel þegnar. Á síðustu bæjarhátíð var m.a. á dagskrá listasmiðja fyrir börn, blindrabolti, kjötsúpa, kvöldvökur, Vestfjarðavíkingurinn, markaður, lambakjötskynning, …
Tölvunámskeið fyrir SDS félaga
Tölvunámskeið fyrir félaga í SDS verður í Leifsbúð í Búðardalur miðvikudagana 5. og 12. mars kl. 18:00-20:30 bæði kvöldin. Námskeiðið er hugsað fyrir þá félaga SDS sem nota tölvur lítið en vilja gjarnan komast betur af stað og læra meira á þessi tæki. Meðal efnis er farið í öryggismál, skipulag gagna í tölvunni, samskiptamiðla eins og Facebook, hvernig er hægt …
Sýslumaðurinn í Búðardal
Vegna náms- og kynningarferðar verður skrifstofa Sýslumannsins í Búðardal lokuð föstudaginn 21. febrúar 2014
Með glimmer á rassinum
Þriðjudagskvöldið 18. febrúar kl. 20:30 verður fræðslukvöld fyrir foreldra í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Eftirtaldir aðilar verða með erindi, deila þekkingu sinni og svara spurningum foreldra. MEÐ GLIMMER Á RASSINUM Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri og handritshöfundur stuttmyndarinnar „Fáðu já“ deilir reynslu sinni af því að spjalla við þúsundir unglinga um klám, kynlíf, ofbeldi og internetið – og hvers vegna það …
Skrifstofa Dalabyggðar
Vegna náms- og kynningarferðar verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá kl. 12:00 föstudaginn 21. febrúar næstkomandi Sveitarstjóri Dalabyggðar