Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi

DalabyggðFréttir

Hinn árlegi jólamarkaður í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi verður haldinn laugardaginn 30. nóvember og sunnudaginn 1. desember kl. 13 – 18 báða dagana. Á boðstólum verða handunnir munir, kerti, greni, bækur og margt fleira. Kvenfélagið Katla selur kaffi og kökur. Söluaðilar eru handverksfélagið ASSA, Krabbameinsfélag Breiðfirðinga, Vinafélag Barmahlíðar, Björgunarsveitin Heimamenn, Nemendafélag Reykhólaskóla, Kvenfélagið Katla og Lionsdeildin á Reykhólum. Á laugardaginn verður …

Jólatré við Dalabúð

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 27. nóvember kl. 17:30 verður kveikt á ljósum jólatrésins við Dalabúð, sama stað og í fyrra. Búist er við komu jólasveina á svæðið. Að venju verður dansað og sungið. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur.

Sæll dagur

DalabyggðFréttir

Það er ekki á hverjum degi sem Dalamenn gefa út ljóðabækur. Björn Stefán Guðmundsson frá Reynikeldu hefur nú gefið út sína fyrstu ljóðabók, Sæll dagur. Björn þarf ekki að kynna fyrir nokkrum Dalamanni, enda kennt mörgum Dalamanninum í farskóla á Skarðsströnd, í Búðardal, á Laugum og í forföllum í Tjarnarlundi. Fyrir áhugasama unnendur ljóða og Bjössa þá fæst bókin í …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 106. fundur

DalabyggðFréttir

106. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 26. nóvember 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1.Ólafsdalsfélagið – skýrsla og umsókn fyrir árið 2014. 2.Áskorun Stéttarfélags Vesturlands – Stöndum saman gegn verðbólgu. Almenn mál – umsagnir og vísanir 3.Drög að verndaráætlun Breiðafjarðar. Fundargerðir til staðfestingar 4.Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar – 42 5.Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar …

Nemendafélag Auðarskóla safnar fyrir UNICEF

DalabyggðFréttir

Tveir drengir í unglingadeild Auðarskóla fengu þá hugmynd fyrir nokkrum vikum að safna fyrir UNICEF. Hefur nemendafélagið verið að skipuleggja það upp á síðkastið, en þar sem mikil þörf er á aðstoð er komið að því að skella sér af stað í söfnunina. Dalamenn og fleiri hafa verið mjög duglegir að styrkja félagsstarf Auðarskóla þegar þau safna fyrir skemmtunum og …

Sýsluskrifstofa lokuð

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Sýslumannsins í Búðardal er lokuð föstudaginn 15. nóvember vegna námskeiða.

Karlakórinn Kári

DalabyggðFréttir

Karlakórinn Kári heldur tónleika í Dalabúð laugardaginn 23. nóvember kl. 16. Karlakórinn Kári var stofnaður í ársbyrjun 2008 og samanstendur af 30félögum úr Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Kórstjórnandi frá upphafi hefur verið Hólmfríður Friðjónsdóttir. Á efnisskrá tónleikanna verða hefðbundin karlakóralög. Auk þess mun einn kórfélaganna, Lárus Ástmar Hannesson, syngja einsöng. Aðgangseyrir er 1.500 kr.

Sykurmælingar

DalabyggðFréttir

Lionsklúbburinn í Búðardal ætlar í tengslum við alþjóðlega sykursýkisdaginn að bjóða íbúum Dalabyggðar og Reykhólahrepps upp á ókeypis sykurmælingu laugardaginn 16. nóvember í Samkaupum kl. 14-16 Þórður Ingólfsson læknir og Gróa Dal hjúkrunarfræðingur munu sjá um mælinguna. Sykursýki er falinn vágestur sem margir einstaklingar ganga með án nokkurrar vitneskju. En það getur haft í för með sér alvarlegan heilsubrest verði …

Árni Magnússon 1663-1730

DalabyggðFréttir

Í dag, 13. nóvember, eru 350 ár liðin frá fæðingu Dalamannsins Árna Magnússonar handritasafnara. Árni Magnússon var fæddur á Kvennabrekku 13. nóvember 1663. Foreldrar hans voru sr. Magnús Jónsson og Guðrún Ketilsdóttir. Ungur var hann sendur í fóstur til móðurforeldra sinna, Ketils Jörundssonar prófasts og Guðlaugar Pálsdóttur í Hvammi. Fyrstu menntun sína hlaut Árni hjá Katli afa sínum, sem var …

Rúllupylsukeppnin

DalabyggðFréttir

Sauðfjársetur á Ströndum og Slow food samtökin á Íslandi halda Íslandsmeistaramót í rúllupylsugerð í Sauðfjársetrinu á Ströndum laugardaginn 23. nóvember kl. 13. Þetta verður í annað skiptið sem keppnin er haldin. Árið 2012 var keppnin haldin í Króksfjarðarnesi. Þá fengu Strandamennirnir Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík, fyrstu verðlaun fyrir léttreykta rúllupylsu.Rúllupylsuuppskriftir þekkjast úr fornum og nýjum uppskriftarbókum en …