Sveitarstjórnarkosningar

DalabyggðFréttir

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Dalabyggð verður haldinn laugardaginn 31. maí 2014 kl. 10-22 í Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11, Búðardal. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað.
Allir kjósendur í Dalabyggð eru í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því. Samkvæmt þessu hefur Guðrún Þóra Ingþórsdóttir á Háafelli skorast undan að taka kjöri.

Áhugasamir

Eftirtaldir hafa lýst yfir áhuga á að starfa í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Þorkell Cýrusson, Stekkjarhvammi 10, Búðardal
Valdís Gunnarsdóttir, Ægisbraut 19, Búðardal
Svavar Magnús Jóhannsson, Hlíð, Hörðudal
Sigurður Bjarni Gilbertsson, Borgarbraut 1, Búðardal
Katrín Lilja Ólafsdóttir, Vesturbraut 10, Búðardal
Jóhannes H. Hauksson, Bakkahvammi 9, Búðardal
Ingveldur Guðmundsdóttir, Stórholti, Saurbæ
Halla Sigríður Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal, Skarðsströnd
Eyþór Jón Gíslason, Brekkuhvammi 10, Búðardal
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ásgarði, Hvammssveit (1. varamaður)
Eva Björk Sigurðardóttir, Lækjarhvammi 5, Búðardal

Kjörseðill

Rétt útfylltur kjörseðill í Dalabyggð innheldur nöfn sjö aðalmanna og sjö varamanna.
Ef kjósandi ritar of mörg nöfn aðalmanna telst atkvæðið ógilt. Atkvæðið er hins vegar gilt þó ekki sé ritaður fullur fjöldi aðal- eða varamanna. Atkvæði er gilt þótt vanti fornafn eða eftirnafn ef enginn vafi er á við hvern er átt.
Æskilegt er að kjósandi sé búinn að ákveða hvernig hann kýs áður en hann mætir á kjörstað til að geta ritað rétt nöfn og heimili þeirra aðal- og varamanna sem hann hyggst greiða atkvæði. Ekkert er því til fyrirstöðu að kjósandi riti slíkar upplýsingar á blað sér til minnis og hafi það sér til stuðnings í kjörklefa á meðan hann greiðir atkvæði.
Á efri hluta seðilsins skal rita með prentstöfum fullt nafn og heimilisfang sjö aðalmanna.
Á neðri hluta seðilsins skal rita með prentstöfum nafn og heimilisfang sjö varamanna í þeirri röð sem kjósandi kýs að þeir taki sæti.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei