Skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga

DalabyggðFréttir

Samhliða sveitarstjórnarkosningum fer fram skoðanakönnun meðal íbúa varðandi afstöðu þeirra til sameiningar við önnur sveitarfélög.
Könnunin verður ráðgefandi fyrir næstu sveitarstjórn, sem vinna mun úr niðurstöðunni í samvinnu við önnur sveitarfélög og í samræmi við 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Spurning A

Vilt þú að sveitarstjórn Dalabyggðar kanni áhuga nágrannasveitarfélaga á sameiningu við Dalabyggð á kjörtímabilinu 2014-2018?
Krossað við Já eða Nei

Spurning B

Hvaða sameingarkostur finnst þér vænlegastur ef af sameiningarviðræðum verður?
Krossað við einn eða fleiri valkosti eða skrifa eigin hugmynd.

  • Reykhólahreppur

  • Reykhólahreppur og Strandabyggð

  • Húnaþing vestra

  • Borgarbyggð

  • Stykkishólmsbær

  • Vesturland

  • Annað

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei