Samhliða sveitarstjórnarkosningum fer fram skoðanakönnun meðal íbúa varðandi afstöðu þeirra til sameiningar við önnur sveitarfélög.
Spurt verður hvort viðkomandi vilji að Dalabyggð sameinist öðru sveitarfélagi, já eða nei. Einnig verða gefnir upp nokkrir kostir um sameiningu sem hægt verður að velja um.
Könnunin verður ráðgefandi fyrir næstu sveitarstjórn, sem vinna mun úr niðurstöðunni í samvinnu við önnur sveitarfélög og í samræmi við 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.