Reiðnámskeið Glaðs

DalabyggðFréttir

Reiðnámskeið í Búðardal með Lárusi Hannessyni í júní
Lárus Hannesson verður með fjögurra daga reiðnámskeið á vegum Glaðs dagana 11. og 13. júní og svo aftur 18. og 19. júní næstkomandi.
Boðið verður upp á einkatíma þar sem aðallega verður lögð áhersla á sýningu í gæðingakeppni. Hver tími er ½ klst. og kostar 3.500 kr.
Einnig verður boðið upp á hóptíma þar sem lögð er áhersla á t.d. gangsetningu, jafnvægi, munsturreið, ásetu og stjórnun en fyrst og fremst að hafa gaman.
Hver tími er 1 klst. og því alls 4 klst. sem kosta 10.000 kr. Ef þið hafði einhverjar sérstakar óskir þá endilega láta okkur vita og við sjáum hvað hægt er að gera.
Upplýsingar um skráningu og fleira er á heimasíðu Glaðs

Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei