Í dag 23. apríl er alþjóðlegur dagur bóka og höfundarréttar haldinn hátíðlegur. Dagurinn á rætur sínar að rekja til Katalóníu, þar sem messa heilags Georgs er einnig haldin í dag. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) átti frumkvæðið að því gera þennan dag að alþjóðadegi bóka. Svo vill til að hann er einnig fæðingar- eða dánardagur nokkurra þekktra rithöfunda, til dæmis létust …
Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar
Fræðslunefnd hefur endurskoðað íþrótta- og tómstundastefnu Dalabyggðar frá 2011. Endurskoðuð stefna var samþykkt á fundi fræðslunefndar 4. apríl og staðfest af sveitarstjórn 16. apríl. Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar
Jörfagleði – jóganámskeið
Þórdís Edda Guðjónsdóttir (Edda) jógakennari ætlar að kenna 2 jógatíma í Auðarskóla í Búðardal, laugardaginn 27. apríl, kl. 11 og 14. Tímarnir eru hugsaðir fyrir byrjendur, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Tíminn er 60 mínútur og er góð slökun í lokin. Hægt er að fá lánaðar dýnur og gott er að hafa með sér teppi, púða og vatnsflösku. Tíminn …
Sumarstörf á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni
Óskað er eftir sumarstarfsfólki á Silfurtún sumarið 2013. Um er að ræða afleysingarstörf í sumar og fram á haust. Laun eru samkvæmt kjarasamningi SDS og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Eyþór J Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251. Umsóknir sendist á netfangið; silfurtun@dalir.is
Framhaldsskóladeild í Búðardal
Námsráðgjafi Menntaskóla Borgarfjarðar, Elín Kristjánsdóttir, verður til viðtals í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal þriðjudaginn 23. apríl kl. 10 – 14. Námsráðgjafi aðstoðar við námsval, mat á námi úr öðrum skólum, veitir upplýsingar um námsframboð og innritun. Hægt er að panta tíma hjá Elínu í síma 433 7700 eða með því að senda tölvupóst á veronika@menntaborg.is.
Búðardalur – Augnablikin heima
Búðardalur – Augnablikin heima er ljósmyndasýning Dagbjartar Drífu Thorlacius. Sýningin verður opnuð laugardaginn 20. apríl kl. 16 í Leifsbúð. Sýningin verður opin á Jörfagleði fimmtudag til sunnudags kl. 11-15 og mun síðan standa yfir í allt sumar. Búðardalur – Augnablikin heima er hluti af lokaverkefni Dagbjartar Drífu Thorlacius í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Miðlunarverkefnið er sýning sem byggir á …
Vinnuskóli Dalabyggðar
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 10. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 1997 – 2000. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin en fjóra fyrir hin yngri. Umsóknareyðublöð má finna á vef Dalabyggðar og á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 17. maí 2013.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 100 fundur
100. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 16. apríl 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1.Alþingiskosningar 27.04.2013 – Kjörskrárstofn2.UDN – Húsnæðismál3.Laugar í Sælingsdal Fundargerðir til staðfestingar 4. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar – 42 4.1. Tjaldanes5.Fræðslunefnd Dalabyggðar – 53 5.1. Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar6.Byggðarráð Dalabyggðar – 1216.1. Garðyrkjufélag Íslands – Samstarfssamningur um gróðurrækt og önnurumhverfismál 6.2. …
Jörfagleði – Þorrakórinn
Þorrakórinn undir stjórn Halldórs Þórðarsonar heldur söngskemmtun í félagsheimilinu að Staðarfelli miðvikudaginn 24. apríl kl. 20:30. Gestir kórsins verða Snorri Hjálmarsson Syðstu-Fossum, Viðar Guðmundsson Miðhúsum og systurnar Barbara Ósk og Íris Björg Guðbjartsdætur frá Kvennahóli. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri.
Jörfagleði – Davíðsmótið
Davíðsmótið í bridge er að vanda haldið á Jörfagleði. Að þessu sinni í Tjarnarlundi í Saurbæ laugardaginn 27. apríl og hefst kl. 13. Davíðsmótið er tvímenningskeppni í bridge, kennt við Davíð Stefánsson bónda á Saurhóli í Saurbæ. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á mótið, en ekki er verra að láta Davíð vita um þátttöku. Síminn hjá Davíð er 434 …