Íbúðir til leigu

DalabyggðFréttir

Íbúðalánasjóður hefur auglýst 22 eignir til leigu og er umsóknarfrestur til og með 30. október. Verða þær leigðar út frá 15. nóv eða fyrr eftir samkomulagi.
Eignirnar eru auglýstar á Visir.is og Mbl.is. Þar er hægt að sækja um þær með því að senda inn umsókn á leiga@ils.is og þar á eingöngu að setja nafn eignar í efni (subject), nafn umsækjanda, kennitölu og símanúmer í póstinn. Eftir 30. október er svo unnið úr umsóknum og þeim öllum svarað strax.
Á meðan eignirnar eru auglýstar er ekki hægt að skoða þær nema á þeim myndum sem eru í auglýsingunni á netinu. En að sjálfsögðu fær fólk að skoða eignina ef það er dregið út og hafa þá kost á að afþakka eignin ef hún hentar ekki.
Í Dalabyggð eru auglýstar þrjár eignir í Búðardal. Lækjarhvammur 10 (136,2 m2), Lækjarhvammur 16 (70,3 m2) og Lækjarhvammur 20 (70,3 m2).
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei