Netnotkun barna og unglinga

DalabyggðFréttir

Fyrirlestur um netnotkun barna og unglinga verður í Dalabúð þriðjudaginn 29. október kl. 20 á vegum Foreldrafélags Auðarskóla.
Guðberg K. Jónsson verkefnastjóri hjá SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) mun flytja erindið Internetið: Jákvæð og örugg notkun barna og unglinga.
Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja og gera sér grein fyrir.
Húsið opnar klukkan hálf átta með kaffisölu. Allir eru velkomnir.

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei