Menningarráð Vesturlands 2014

DalabyggðFréttir

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki ársins 2014. Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 2013.
Athugið að hér eru tvenns konar styrkveitingar auglýstar, annars vegar menningarstyrkir og hins vegar stofn- og rekstrarstyrkir og er því um tvö aðskilin umsóknarform að ræða. Auglýsingin er háð fjárlögum ársins 2014.

Menningarstyrkir

Tilgangur menningarstyrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi. Árið 2014 mun Menningarráð Vesturlands leggja áherslu á eftirfarandi verkefni.
– Verkefni sem fjölga atvinnutækifærum í listum, nýsköpun og ferðaþjónustu.
– Verkefni sem styrkja listræna sköpun og samstarf ungs fólks á Vesturlandi.
– Verkefni sem styrkja listræna sköpun og hugsun í verkefnum barna og unglinga.
– Verkefni sem undirbúa og efla samstarf á Vesturlandi, milli landsvæða og landa.
Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi.

Stofn- og rekstrarstyrkir

Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Stuðla að nýsköpun og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á Vesturlandi.
Umsækjendur geta verið félög, fyrirtæki stofnanir og sveitarfélög á svæðinu. Umsækjendur verða að geta sýnt fram á fleiri fjárhagslega bakhjarla. Styrkir ráðsins geta aldrei numið hærri fjárhæð en helmings alls kostnaðar.

Viðvera menningarfulltrúa

Viðvera menningarfulltrúa verður á eftirfarandi stöðum á Vesturlandi. Þar verða menningarstyrkir og stofn- og rekstrarstyrkir kynntir í samstarfi við heimamenn.
Búðardalur þriðjudaginn 5. nóvember kl. 12-14 í stjórnsýsluhúsinu.
– Elísabet Haraldsdóttir og Halla Steinólfsdóttir form. menningarráðs.
Borgarnes miðvikudaginn 6. nóvember kl. 14-16 á skrifstofu Menningarráðs.
– Elísabet Haraldsdóttir og Einar Þorvaldsson, atvinnuráðgjöf SSV
Stykkishólmur föstudaginn 8. nóvember. kl. 12-14.
– Elísabet Haraldsdóttir og Dagbjörg Höskuldsdóttir, form. safna- og menningarnefndar.
Snæfellsbær föstudaginn 8. nóvember kl 12-14 í Átthagastofu.
– Elísabet Haraldsdóttir, Kristín Björg Árnadóttir, símenntun og Margrét Björk Björnsdóttir, atvinnuráðgjafi.
Grundarfjörður föstudaginn 8. nóvember kl. 15-16 í Sögusafninu.
– Elísabet Haraldsdóttir og Alda Hlín Karlsdóttir menningarfulltrúi Grundarfjarðar.
Akranes mánudaginn 11. nóvember kl. 12-14 í Garðakaffi
– Elísabet Haraldsdóttir og Anna Leif Elídóttir, verkefnastjóri menningarmála.
Hvalfjarðarsveit mánudaginn 11. nóvember kl. 15-16 í stjórnsýsluhúsinu.
– Elísabet Haraldsdóttir og Anna Leif Elídóttir form. menningar- og atvinnuþróunarmála.

Menningarráð Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei