Tíkur í bandi

DalabyggðFréttir

Tíkur í bandi verða með tónleika í Erpsstaðafjósinu laugardaginn 9. nóvember kl. 20:30.Létt stemming og ljúfir tónar í bland við jórtur og baul mjólkurkúnna.
Enginn aðgangseyrir er inn á tónleikana, en baukur verður á staðnum fyrir þá sem vilja styðja við tónlist stelpnanna.

Bandið Tíkur í bandi inniheldur 5 síungar stelpur sem elska alla tónlist. Þær hittust í biðsal X-Faktor árið 2006. Sumar þekktust fyrir, aðrar ekki, sungu frá morgni til miðnættis, héldu æfingabúðir og urðu heimsfrægar í Búðardal. Síðar komu tónleikar á Laxárbökkum og í Eldhrímni í Reykjavík.
Fyrir áhugasafa þá má finna tvö lög með þeim á youtube tekin upp hjá Gunna snilling Sæmundssyni. Tíkarjólagól og Jólablús.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei