Íbúakönnun 2013

DalabyggðFréttir

Í ár standa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir íbúa- og þjónustukönnun í landshlutanum. Könnunin er mikilvæg því hún gefur mynd af áliti íbúa á hinum ýmsu málaflokkum í hinu daglega lífi, svo sem gæði farsímasambands, nettenginga, leikskóla o.s.frv. Niðurstöður eru svo sendar á sveitarstjórnir á Vesturlandi sem gagnast þeim í að sjá stöðu mála í sínum umdæmum.
Þátttaka hefur gengið vel á öllum svæðum nema Dalabyggð. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi skora því á íbúa Dalabyggðar til að taka þátt í könnuninni.
Þið skráið ykkur til þátttöku með því að fara inn á www.ssv.is/ibuakonnun og fylla þar í eyðurnar. Athugið að skammur tími er til stefnu, en frestur til að svara könnuninni rennur út 31. október nk.

SSV – Íbúakönnun 2013

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei