Þorrablót Laxdæla

DalabyggðFréttir

Þorrablót Laxdæla verður haldið laugardaginn 26. janúar í Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20. Þorrablótið verður með hefðbundnu sniði. Þorramatur á borð borinn af Sigurði Finni Kristjánssyni, helstu atburðir liðins árs rifjaðir upp af þorrablótsnefnd og í lokin dansleikur með Hvanndalsbræðrum. Almennt miðaverð er 6.000 kr, fyrir eldri borgara 4.500 kr og eingöngu á dansleikinn 3.000 …

Aðalfundur Ólafs páa

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Umf. Ólafs Páa fer fram að Stekkjarhvammi 11 í Búðardal fimmtudaginn 17. janúar kl. 20. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Sveitarstjórn Dalabyggðar 97. fundur

DalabyggðFréttir

97. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 15. janúar 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. 1301006 – Fræðsla um gróðurrækt og önnur umhverfismál2. 1301007 – Samningur v/ forðagæslu 20133. 1301009 – Björgunarsveitin Ósk – Umsókn um styrk vegna ungmennastarfs Fundargerðir til staðfestingar 4. 1212002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 1184.1. 1301002 – Leifsbúð – Rekstrarsamningur …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur félagsvist í Árbliki föstudaginn 11. janúar kl. 20:30. Aðgangseyrir er 800 kr. Kaffi og meðlæti innifalið. Frítt er fyrir börn 14 ára og yngri. Allir velkomnir.

Húsaleigubætur 2013

DalabyggðFréttir

Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum hjá sveitarfélaginu og sækja þarf um þær fyrir 16. dag fyrsta greiðslumánuðar. Berist umsókn seinna verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar. Samkvæmt 10. grein laga um húsaleigubætur nr. 138/1997 þarf að sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Því er mikilvægt að endurnýja allar umsóknir nú fyrir 16. janúar …

Vinnuvélanámskeið í Búðardal

DalabyggðFréttir

Fyrirhugað er að halda réttindanámskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla í Búðardal með fyrirvara um næga þáttöku. Kennt verður í tveimur fjögurra daga lotum frá kl. 10 til 18. Fyrri lotan er frá föstudeginum 18. janúar til mánudagsins 21. janúar. Seinni lotan er síðan frá föstudeginum 25. janúar til mánudagsins 28. janúar. Námskeiðið kostar kr. 80.000 og það gefur rétt til próftöku …

Maltkviss í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Spurningakeppninni Maltkviss sem vera átti í Tjarnarlundi, en varð að fresta vegna rafmagnaleysis verður þess í stað haldin laugardagskvöldið 5. janúar kl. 20. Um er að ræða fjölskylduvænar spurningar þar sem tveir til þrír verða saman í liði, fer eilítið eftir aldursamsetningu liðsins. Verðið er 500 kr fyrir hvert lið. Stjórnandi verður Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal. Verðlaun og …

Flugeldasýning á þrettándanum

DalabyggðFréttir

Flugeldasýningin er vera átti á gamla fótboltavellinum í Búðardal á gamlárskvöld verður sunnudaginn 6. janúar kl. 17. Björgunarsveitin Ósk verður með flugeldasölu í björgunarsveitarhúsinu við Vesturbraut föstudaginn 4. janúar kl. 12-19 og sunnudaginn 6. janúar kl. 12-16:30. Flugeldasalan er öflugasta tekjuleið björgunarsveitarinnar. Þeim sem ekki hafa áhuga á flugeldum, en langar að styrkja björgunarsveitina geta þess í stað greitt inn …

Félagsvist í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Félagsvist Umf. Stjörnunnar er halda átti milli jóla og nýárs en fresta varð vegna rafmagnsleysis verður í kvöld, miðvikudaginn 2. janúar. Félagsvistin hefst kl. 20, en húsið opnar kl. 19.30. Verð er 700 kr og sjoppa á staðnum. Gott að hafa í huga að enginn posi er og því rétt að mæta með reiðufé. Í myndasafni er nú að finna …

Brenna og flugeldasýning

DalabyggðFréttir

Vegna mikilla anna hjá Björgunarsveitinni Ósk verður flugeldasýningu kvöldsins frestað fram á þrettándann. En brennan verður á sínum stað og allir velkomnir. Brenna og flugeldasýning í Saurbænum verður við Þverfell, enda þurfa íbúar þar að vinna upp ljósleysi síðastliðna daga.