Gömul leiktæki til sölu

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir til sölu gömul leiktæki sem tekin hafa verið niður af leikvöllum sveitarfélagsins. Leiktækin eru í mismunandi ásigkomulagi.
Myndir af þeim má sjá hér á vef Dalabyggðar.
Óskað er eftir tilboðum í tækin. Bjóða má í hvert og eitt.
Tilboð berist skrifstofu Dalabyggðar í lokuðu umslagi í síðasta lagi 6. september nk. merkt „Tilboð í leiktæki.“
Um 8 leiktæki er að ræða og eru þau til sýnis við fjárhúsin á Fjósum. Hægt er að sjá stærri mynd með því að smella á myndina.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei