Helgin 1. – 2. desember

DalabyggðFréttir

Mikið er um að vera í Dölum og nágrenni um helgina og jólastemming yfir velflestu.
Á fimmtudag verða ljós jólatrésins við Dalabúð tendruð kl. 17, dansað, sungið, jólasveinar, kakó og piparkökur.
Laugardaginn 1. desember hefst jólamarkaður handverkshópsins Bolla. En í Bolla verður opið alla daga fram að jólum kl. 12-18.
Í Blómalindinni verða aðventuskreytingar í algleymingi ásamt kaffi og te alla helgina kl. 12-18.
Á laugardagskvöldið verður árlegt jólahlaðborð í Leifsbúð kl. 19:30.
Í gamla kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi verður árlegur jólamarkaður félagasamtaka í Reykhólasveit á laugardaginn kl. 13-17.
Rúllupyslukeppnin mikla verður einnig í Króksfjarðarnesi á laugardaginn. Keppt verður í tveimur flokkum; almennum flokki og flokki fylltrar rúllupylsu. Skráningarfrestur í rúllupylsukeppnina er fyrir kl. 13 á keppnisstað.
Á sunnudaginn er síðan aðventukaffi Kvenfélagsins Fjólu á Fellsenda í Miðdölum kl. 14-17. Þar verða einnig vörur úr Gallerí Fellsenda til sölu.
Og ofangreint dugar ekki til þá er hægt að skella sér í Sævang á mánudagskvöldið og spila félagsvist í Sauðfjársetrinu. Spilamennskan hefst kl. 20.
Góða skemmtun.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei