Þjónusturáð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðra. Umsækjendur skulu eiga lögheimili á Vesturlandi, búa við varanlega örorku og vera orðnir 18 ára.
Styrkir verða veittir til greiðslu menntunar- eða námskeiðskostnaðar eða kaupa á verkfærum/áhöldum sem ætla má að auðveldi fötluðu fólki að skapa sér heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi í kjölfar endurhæfingar.
Umsóknir úr Dalabyggð skulu berast til Félagsþjónustu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnes fyrir 20. nóvember 2012.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei