Aðalfundur Sambands íslenskra harmonikkuunnenda

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Sambands íslenskra harmonikkuunnenda verður að Laugum í Sælingsdal laugardaginn 22. september í umsjón Harmonikkufélagsins Nikkólínu. Að aðalfundi loknum verður matur og dansað. Borðhald hefst kl. 19. Skráning í mat og nánari upplýsingar er að frá hjá Ásgerði í síma 866 5799 / 434 1502. Allir vinir og velunnarar Nikkólínu eru velkomnir í mat og að taka nokkur létt dansspor …

Leitir og réttir

DalabyggðFréttir

Nú um helgina er fyrsta leit og réttir hér í sveitarfélaginu. Á laugardaginn spáir lítils háttar rigningu, norðaustan 6 m/sek og hita um 6°C á hádegi, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Aldrei er áréttað um of að leitarmenn mæti vel búnir og klæðist fötum í áberandi litum. Símanúmer neyðarlínunnar er 112. Hamli veður leit skal leita næsta færa dag. Réttir Kirkjufellsrétt í …

Félagsleg liðveisla

DalabyggðFréttir

Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Búðardal. Vinnutími er mánudaga-fimmtudaga kl. 15-17. Starfshlutfall er um 20%. Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SDS. Ráðið verður í starfið frá 3. september 2012 eða eftir samkomulagi. Umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, bt. sveitarstjóra, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson sveitarstjóri í síma 430 …

Tómstundir haust 2012

DalabyggðFréttir

Tómstundabæklingur Dalabyggðar fyrir haustið 2012 er kominn út. Í honum eru kynntar fjölbreyttar tómstundir í Dalabyggð fyrir börn og fullorðna í sveitarfélaginu. Verður bæklinginum dreift meðal grunnskólabarna í Auðarskóla. Einnig verður hægt að nálgast hann hér á heimasíðu Dalabyggðar, bæði sem PDF skjal og á vefsíðum undir liðnum mannlíf. Flýtileið er hér til hægri og tengill á síðurnar hér að …

Háls-, nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 14. september n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Heislugæslustöðin í Búðardal

Markaskrá Dalasýslu 2012

DalabyggðFréttir

Ný markaskrá fyrir Dalasýslu hefur verið gefin út, en í ár eru gefnar út nýjar markaskrár fyrir allt landið. Í markaskránni eru skráð 719 eyrnamörk og 69 brennimörk. Eigendur marka eru vel á fjórða hundraðið, velflestir skráðir fyrir einu marki, en allt upp í 10 mörk. Til samanburðar má geta þess að í Markaskrá Dalasýslu 1951 voru skráð 1350 eyrnamörk …

Fjallskil 2012

DalabyggðFréttir

Fjallskilanefndir allra deilda hafa nú allar skilað gangaseðlum. Fyrsta leit verður víðast hvar helgina 15. – 16. september og önnur leit helgina 29. – 30. september. Aukaréttír verða laugardaginn 8. september í Ljárskógarétt í Laxárdal og Tungurétt á Fellsströnd. Vörðufellsrétt á Skógarströnd verður laugardaginn 22. september og Ósrétt sunnudaginn 30. september. Hólmarétt í Hörðudal verður sunnudaginn 16. september. Fellsendarétt í …

Afleysingar á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Vegna veikinda vantar starfsmann í afleysingar við aðhlynningu á Dvalarheimilinu Silfurtúni. Um er að ræða vaktavinnu í 6 – 7 vikur. Starfshlutfall er allt að 90%. Nánari upplýsingar veitir Eyþór Gíslason í síma 898 1251 eða Sveinn Pálsson í síma 430 4700.Umsóknir sendist á netföngin sveitarstjori@dalir.is eða silfurtun@dalir.is Laus störf í Dalabyggð og nágrenni

Menntastoðir

DalabyggðFréttir

Menntastoðir er námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám á ný og ná sér í grunnfögin í framhaldsskóla. Um er að ræða fjarnám í 2 annir og hefst með staðlotu föstudaginn 21. september í Borgarnesi. Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 91

DalabyggðFréttir

91. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 4. september 2012 og hefst kl. 17:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 1208035 – Sýslumaðurinn í Borgarnesi – Kæra vegna ágangs búfjár Fundargerðir til staðfestingar 2. 1208024 – Fjallskil Fellsströnd 2012 3. 1208025 – Fjallskil Skógarströnd 2012 4. 1208026 – Fjallskil Suðurdalir 2012 5. 1208030 – Fjallskil Haukadalur 2012 6. 1208031 …