Seinkun á útsendingu greiðsluseðla fasteignagjalda

Að sögn innheimtufulltrúa Dalabyggðar, Margrétar Jóhannsdóttur, verður einhver seinkun á útsendingu álagningarseðla fasteignagjalda og greiðsluseðla fyrsta gjalddaga fasteignagjalda vegna tafa frá Fasteignamati ríkisins (FMR) við uppsetningu og frágang nýs tölvukerfis þar á bæ. Mun þetta eiga við flest sveitarfélög á landinu. Hjá FMR er verið að taka í notkun nýtt tölvukerfi sem hlaða þarf öllum forsendum álagningarinnar inn í áður …

Verðlaun veitt fyrir jólaskreytingar

Á þorrablóti Laxdæla laugardaginn 20. janúar 2007 voru veitt verðlaun fyrir bestu jólaskreytingarnar í Dalabyggð. Annars vegar voru þau veitt fyrir hús í Búðardal og hins vegar fyrir sveitabæi. Eftirfarandi tilnefningar lágu fyrir: Í flokki húsa í Búðardal voru tilnefnd: Lækjarhvammur 9 – Jón og Konný Bakkahvammur 4 – Binni og Fanney Gunnarsbraut 7 – Viðar og Fanney Miðbraut 2 …

Umsóknir um húsaleigubætur

Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997, skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka. Umsækjendur um húsaleigubætur í Dalabyggð eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2007 á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 16. janúar 2007. Húsaleigubætur eru greiddar eftir á fyrir hvern mánuð eins og lög um húsaleigubætur gera …

Óskað eftir tilboðum í Lækjarhvamm 3

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í Lækjarhvamm 3. Um er að ræða 4 – 5 herbergja, 133,7 m2, steypt einbýlishús sem byggt var árið 1971. Húsið þarfnast lagfæringar. Tilboðum ber að skila til skrifstofu Dalabyggðar fyrir kl. 12:00 föstudaginn 19. janúar 2007. Dalabyggð áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri …

Áramótabrenna

Kveikt verður á áramótabrennunni kl. 20:00 á gamlárskvöld. Brennan verður við reiðvöllinn í Búðardal. Björgunarsveitin Ósk.

Staðreyndir fela raunveruleikann um hjúkrunarrými

5. desember 2006 var birt frétt á netsíðu Skessuhorns með fyrirsögninni „Flest hjúkrunarrými á íbúa í Dalabyggð”. Í fréttinni segir m.a. „Flest hjúkrunarrými á hverja þúsund íbúa eru í Dalabyggð eða 49,5 talsins. Þetta kemur fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Þingmaðurinn spurði um hversu mörg hjúkrunarrými væru í landinu á …

Fyrsti útkallsbíllinn sérsmíðaður á landinu með One-Seven kerfi.

Fyrr í vikunni var skrifað undir samning við SUT ehf., Selfossi, vegna kaupa á útkallsbíl fyrir slökkvilið Dalabyggðar. Hér mun vera um að ræða bíl með svokallað One-Seven kerfi sem er tvöfalt froðukerfi. Útkallsbíllinn mun verða nýttur sem fyrsti bíll á vettvang við hvers konar bílslys, eld eða eitrunarslys. Útkallsbíll með froðukerfi sem þetta mun henta afar vel í dreifðum …

Útboð

Dalabyggð óskar eftir tilboði í utanhússklæðningar, glugga og hurðar í tónlistarálmu Dalabúðar. Dalabyggð óskar eftir tilboði í utanhúsklæðningar, glugga og hurðar í tónlistarálmu Dalabúðar. Útboðsgögn kosta 5.000,- kr. og fást afhent á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11. Tilboð skulu hafa borist til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar enfimmtudaginn 23. nóvember 2006, kl. 11:00og verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum …

Auglýsing um verkefnastyrki til menningarstarfs á Vesturlandi 2007

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Vesturlandi, Menntamálaráðuneytisins og Samgönguráðuneytisins frá 28. október 2005, um menningarmál. Veita á styrki til menningarstarfs á Vesturlandi. Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi geta sótt um styrk til margvíslegra menningarverkefna, en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Menningarráð Vesturlands hefur ákveðið að árið 2007 …

Miklar skemmdir í óveðrinu 5. nóvember 2006

Miklar skemmdir urðu niður við og á bryggjunni, í kringum safnahúsið þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í sumar og á eignum sláturhússins og sjávarmegin við það. Í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær var Björgunarsveitin Ósk kölluð út um kl. 9 til að bjarga verðmætum niður við hafnarsvæðið þar sem miklar framkvæmdir hafa staðið yfir frá …