Sjá: „Laus störf“
Grænmetisgarðar
Garðland fyrir grænmetisræktun hefur verið undirbúið við vatnstankinn í Búðardal. Íbúum Dalabyggðar er frjálst að helga sér reit á svæðinu til afnota sumarlangt endurgjaldlaust, en eru beðnir að gæta hófs varðandi stærð þannig að sem flestir áhugasamir geti nýtt sér svæðið.
Norðurljós – vortónleikar
Kvennakórinn Norðurljós heldur sína árlegu vortónleika í Hólmavíkurkirkju þriðjudaginn 8. maí og hefjast þeir kl. 19:30. Að þessu sinni mun Heiða Ólafs koma fram með kórnum. Undirleikarar eru Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason. Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir. Að venju býður kórinn upp á kaffihlaðborð að tónleikum loknum í félagsheimilinu á Hólmavík. Miðaverð er 2.000 kr fyrir fullorðna og 1.000 …
Foreldramorgnar á miðvikudögum
Á miðvikudagsmorgnum koma foreldrar saman í Rauða kross húsinu, kl. 10:30-12. Þetta er hugsað sem félagsskapur foreldra og ungra barna þeirra til að njóta samveru, hlæja, spjalla og fá sér kaffi/te í góðum félagsskap. Fyrsti miðvikudagurinn var í gær 2. maí og tókst vel til. Næst verður komið saman miðvikudaginn 9. maí. Allir foreldrar ungra barna eru velkomnir að bætast …
Skátafélagið Stígandi
Framundan hjá skátafélaginu Stíganda er bæjarhreinsun 10. maí og vorferð síðar í maí. Þessir tveir viðburðir eru opnir öllum sem vilja leggja félaginu lið og hafa gaman. Bæjarhreinsun í Búðardal Skátafélagið Stígandi stendur fyrir bæjarhreinsun í Búðardal, fimmtudaginn 10. maí kl. 15. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í hreinsuninni með skátunum, t.d. taka til í götunni sinni, görðunum …
Dýralæknaþjónusta í maí
Matvælastofnun hefur gert þjónustusamning við Gísla Sverri Halldórsson dýralækni um að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á þjónustusvæði 2. Þjónustusvæði 2 nær yfir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp, Kaldrananeshrepp og Bæjarhrepp. Um skammtímasamning er að ræða sem gildir frá 1. maí til 1. júní. MAST mun áfram vinna í því að tryggja varanlega dýralæknaþjónustu á svæðinu. Gísli Sverrir mun …
Opið íþróttamót Glaðs
Opið íþróttamót Glaðs verður haldið í Búðardal þriðjudaginn 1. maí, kl. 10. Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, tölti og 100 metra skeiði í nokkrum flokkum. Upplýsingar um keppendur og rásraðir er að finna á heimasíðu Glaðs. Hestamannafélagið Glaður
Fundur fimm sveitarstjórna
Sveitarstjórn Dalabyggðar þáði nýverið boð Ingibjargar Valgeirsdóttur sveitarstjóra Strandabyggðar um að koma til fundar við sveitarstjórn Strandabyggðar ásamt sveitarstjórnum Reykhólahrepps, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps. Fundurinn var haldinn mánudagskvöldið 23. apríl í Hnyðju, nýjum fundarsal og móttöku Strandabyggðar á neðstu hæð Þróunarsetursins á Hólmavík. Tilgangur fundarins var að ræða möguleika á aukinni samvinnu þessara sveitarfélaga ásamt sameiginlegum hagsmunamálum, m.a. starfsemi og þjónustu …
Sveitarstjórnarfundur Dalabyggðar nr. 86
86. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, miðvikudaginn 2. maí 2012 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. budardalur.is 2. Breiðafjarðarnefnd – fundargerð nr. 124. Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Raflínur í jörð 4. Vatnasvæðisnefnd Fundargerðir til staðfestingar 5. Byggðarráð Dalabyggðar nr. 106 5.1. Refa- og minkaveiði 2012 6. Byggðarráð Dalabyggðar nr. 107 6.1. …
1. maí í Dalabyggð
Stéttarfélag Vesturlands og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu standa saman að samkomu í Leifsbúð á baráttudegi verkalýðsins, þriðjudaginn 1. maí kl. 15. Kynnir verður Kristín G. Ólafsdóttir og ræðumaður Eva Björk Sigurðardóttir. Samkórinn og Vorboðinn taka nokkur lög. Einnig mun Heiða Ólafsdóttir syngja fyrir gesti. Gestum verður boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.