Maltkviss í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Spurningakeppninni Maltkviss sem vera átti í Tjarnarlundi, en varð að fresta vegna rafmagnaleysis verður þess í stað haldin laugardagskvöldið 5. janúar kl. 20.
Um er að ræða fjölskylduvænar spurningar þar sem tveir til þrír verða saman í liði, fer eilítið eftir aldursamsetningu liðsins. Verðið er 500 kr fyrir hvert lið.
Stjórnandi verður Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal.
Verðlaun og veitingar verða undir væntingum flestra. Allir eru velkomnir og að taka þátt.
Eingöngu er hægt að greiða með seðlum og klinki þar sem enginn posi er á staðnum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei