Vinnuvélanámskeið í Búðardal

DalabyggðFréttir

Fyrirhugað er að halda réttindanámskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla í Búðardal með fyrirvara um næga þáttöku.
Kennt verður í tveimur fjögurra daga lotum frá kl. 10 til 18. Fyrri lotan er frá föstudeginum 18. janúar til mánudagsins 21. janúar. Seinni lotan er síðan frá föstudeginum 25. janúar til mánudagsins 28. janúar.
Námskeiðið kostar kr. 80.000 og það gefur rétt til próftöku á allar gerðir og stærðir vinnuvéla.
Nánari upplýsingar fást hjá Svavari í síma 822 4502 eða netfanginu rektorinn@gmail.com og/eða Ármanni í síma 699 1620.
Skráningarfrestur er til kl. 18 miðvikudaginn 16. janúar 2013
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei