Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

70. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 15. febrúar 2011 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 18. janúar 2011. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 25. janúar 2011. 4. Fundargerð byggðarráðs frá 8. febrúar 2011. 5. Fundargerð 25. fundar menningar- og ferðamálanefndar frá 10.11.2010. 6. Fundargerð 26. fundar menningar- …

Undirskriftarsöfnun

DalabyggðFréttir

Síðan undirskriftasöfnun vegna niðurskurðar í löggæslumönnum í Dölum hófst 28. janúar á netinu hafa ríflega 1300 manns skrifað nafn sitt undir. Hægt er að skrifa undir fram á sunnudag, en áætlað er að afhenda innanríkisráðherra listann á mánudag. Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur lagt til að staða lögregluþjóns í Búðardal verði lögð niður, ásamt varðstöð. Samkvæmt reglugerð nr. 66/2007 skal vera …

Ræsting Ólafur Pái

DalabyggðFréttir

Óskum eftir aðila til að þrífa æfingasal Ólafs Páa á Vesturbraut. Um er að ræða 2-4 klukkutíma í mánuði. Skipulag og laun eftir nánara samkomulagi. Áhugasamir hafið samband við Ingibjörgu Jóhannsdóttur í síma 896 8315.

Bókasafn

DalabyggðFréttir

Ákveðið hefur verið að taka upp árgjald að Héraðsbókasafninu. Það verður 1.000 kr á heimili. Ekki er tekið við greiðslukortum á bókasafninu. Á bókasafninu eru um 10.000 titlar og mörg eintök til af sumum bókanna, þannig að flestir ættu að finna sér eitthvað við hæfi. Útlán hafa aukist mikið síðasta ár og námsmenn hafa nýtt sér þjónustuna safnsins í auknum …

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar hefur verið netsambandslaus frá því síðari hluta föstudags og verður netsamband ekki komið í lag fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Af þeim sökum er margvísleg röskun á starfsemi skrifstofu, svo sem svörun erinda ofl.

Þorrablót eldri borgara

DalabyggðFréttir

Þorrablót eldri borgara verður haldið í Silfurtúni fimmtudaginn 10. febrúar kl. 18. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Matur, skemmtun og dans. Miðapantanir í síma 434 1218.

Undirskriftasöfnun

DalabyggðFréttir

Undirskriftasöfnun á netinu vegna niðurskurðar í löggæslumönnum í Dölum hefst föstudaginn 28. janúar á netinu. Undirskriftasöfnunin og nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.budardalur.is Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur lagt til að staða lögregluþjóns í Búðardal verði lögð niður, ásamt varðstöð. Samkvæmt reglugerð nr. 66/2007 skal vera varðstöð lögreglu í Búðardal og að í áfangaskýrslu nefndar dómsmálaráðherra frá apríl 2008 kemur …

Æfingasalur Umf. Ólafs Páa

DalabyggðFréttir

Ungmennafélagið Ólafur Pái rekur æfingasal að Vesturbraut 20, þar sem hægt er að kaupa sér áskrift að salnum. Í salnum eru hlaupabretti, stigvélar, hjól, boxpúði, lóð og fleiri tæki. Um þrjár áskriftarleiðir er að velja 3 mánuðir 6.500 kr 6 mánuðir 9.500 kr 12 mánuðir 16.000 kr 25% afsláttur er fyrir eldri borgara. Lykillinn gildir fyrir alla fjölskylduna. Allir sem …

Þorrablót Suðurdala

DalabyggðFréttir

Þorrablót Suðurdala verður haldið í Árbliki laugardaginn 5. febrúar. Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst kl. 20:30. Sigurður Finnur sér um matinn eins og oft áður og Skógarpúkarnir munu sjá um að halda uppi fjörinu á dansleiknum. Almennt miðaverð er 5.500 kr og fyrir eldri borgara og öryrkja 4.500 kr. Miði á dansleikinn kostar 3.500 kr. Miðapantanir þurfa að …

12 vikna þyngdaráskorun

DalabyggðFréttir

Nýtt námskeið hefst í Leifsbúð 25. janúar kl 17:30 og verður á sama tíma og stað á þriðjudögum næstu vikurnar. Innifalið í námskeiðinu: · mæting einu sinni í viku, þriðjudögum kl. 17:30 · fræðsla um hollt mataræði og hreyfingu · vigtun í hverri viku og ummálsmæling þrisvar á tímabilinu · heilsuskýrsla og matardagbók · þinn eigin leiðbeinandi sem veitir þér …