Forðabúr fjörunnar

DalabyggðFréttir

Málþing um matþörunga á vegum Matís, Hafrannsóknastofnunar og Náttúrustofu Vesturlands verður á Hótel Stykkishólmur, laugardaginn 26. febrúar 2011, kl. 13-16. Markmið málþingsins er að vekja áhuga og fá fram hugmyndir að aðgerðum/verkefnum sem stuðla að framþróun í nýtingu á matþörungum hér við land. Málþingið er opið öllum, hvort sem um er að ræða fyrirtæki sem eru í vinnslu á matþörungum …

Söngdagar að Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 25. febrúar og laugardaginn 26. febrúar verða haldnir söngdagar að Laugum í Sælingsdal. Áætlað er að byrja kl. 18 stundvíslega og syngja til kl. 22 á föstudeginum. Á laugardeginum hefjast söngæfingar kl. 10 og sungið verður til kl. 18. Markmiðið með sönghelginni er að sameinast í söng og hafa gaman saman. Ráðgert er að sönghópurinn komi svo fram á …

Nágrannar í Reykhólasveit og Ströndum.

DalabyggðFréttir

Í samræmi við umræðu sveitarstjórnarmanna kom fram á nýliðnu íbúaþingi áhugi Dalamanna fyrir auknu samstarfi við nágranna okkar í Reykhólasveit og Strandabyggð. Með ályktanir íbúaþings í farteskinu fóru því Sveinn Pálsson sveitarstjóri, Ingveldur Guðmundsdóttir formaður byggðaráðs og Halla Steinólfsdóttir oddviti í heimsókn 5. febrúar s.l. að Reykhólum til fundar við sveitarstjóra og sveitarstjórnarmenn Reykhólahrepps. Á fundinum skiptust sveitarstjórnarmenn á reynslusögum …

Heimtur í febrúar

DalabyggðFréttir

Heimtur hjá sauðfjárbændum í Dölum hafa verið nokkuð góðar nú í febrúar. Fé hefur verið að slæðast heim á leið síðustu vikurnar, mest dilkær. Er það svona heldur í seinna fallinu fyrir sláturtíð og fengitíma, en betra er seint en aldrei. Ein af þessum ám er hún Hlín Bakkusardóttir, tvævetla með gimbrarnar sínar. Hún bankaði upp á hjá Erlu og …

Töltmót Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður heldur sitt annað mót ársins í reiðhöllinni á föstudagskvöld kl. 20:00. Töltkeppni Glaðs fer fram föstudaginn 18. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 20:00. Forkeppni í barna-, unglinga-, ungmenna-, karla- og kvennaflokkur. Úrslit í sömu flokkum. Veitingasala verður á staðnum. Úrslit mótsins má sjá á heimasíðu Glaðs

Kaldalónstónar

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 20. febrúar verður dagskrá um Sigvalda Kaldalóns á Hólmavík. Dagskráin hefst í Hólmavíkurkirkju kl 14 þar kirkjukórinn syngur og farið verður yfir lífsferil Sigvalda Kaldalóns og flutt tónlist eftir hann. Auk kirkjukórsins koma fram borgfirskir listamenn. Ennfremur verður sama dag opnuð sýning í félagsheimilinu á Hólmavík um Sigvalda. Um er að ræða samstarfsverkefni kirkjukórs Hólmavíkurkirkju, Þjóðfræðistofu og Snjáfjallaseturs. Verkefnið …

Landsbyggðarverkefnið

DalabyggðFréttir

Nemendur Auðarskóla fengu önnur verðlaun fyrir fjölbreyttar og áhugaverðar hugmyndir um eflingu heimabyggðar vegna loka fyrri hluta verkefnisins; Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Verkefnið er á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni. Arnór Einar Einarsson í Grunnskóla Raufarhafnar fékk fyrstu verðlaun fyrir Síldarþorpið og Þorbjörg Anna Sigurbjörnsdóttir í Borgaskóla Grafarvogi fékk þriðju verðlaun fyrir hugmyndina um að byggja innanhúss …

Bókasafn

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 17. febrúar verður bókasafnið lokað.

Íbúaþing 2011

DalabyggðFréttir

Efni og niðurstöður íbúaþings hafa nú verið birtar á vefnum dalabyggd.alta.is, einnig má finna slóðina með því að fara efst í flýtileiðir hér til hægri. Laugardaginn 15. janúar bauð sveitarstjórn til íbúafundar til að fá fram sjónarmið og afstöðu íbúa. Efni og niðurstöður fundarins mun sveitarstjórn svo nýta í vinnu sinni við mótun stefnu og áherslna sveitarstjórnar. Í fyrri hluta …

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

70. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 15. febrúar 2011 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 18. janúar 2011. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 25. janúar 2011. 4. Fundargerð byggðarráðs frá 8. febrúar 2011. 5. Fundargerð 25. fundar menningar- og ferðamálanefndar frá 10.11.2010. 6. Fundargerð 26. fundar menningar- …