Leitir og réttir

DalabyggðFréttir

Nú um helgina er fyrsta leit og réttir hér í sveitarfélaginu. Á laugardaginn spáir lítils háttar rigningu, norðaustan 6 m/sek og hita um 6°C á hádegi, samkvæmt Veðurstofu Íslands.
Aldrei er áréttað um of að leitarmenn mæti vel búnir og klæðist fötum í áberandi litum. Símanúmer neyðarlínunnar er 112.
Hamli veður leit skal leita næsta færa dag.

Réttir

Kirkjufellsrétt í Haukadal er laugardaginn 15. september og hefst samkvæmt ákvörðun réttarstjóra að loknum leitum. Réttarstjóri er Valberg Sigfússon á Stóra-Vatnshorni.
Flekkudalsrétt á Fellsströnd er laugardaginn 15. september og hefst samkvæmt ákvörðun réttarstjóra að loknum leitum. Réttarstjóri er Halldór Þ. Þórðarson frá Breiðabólsstað.
Hólmarétt í Hörðudal er sunnudaginn 16. september kl. 10. Réttarstjóri er Ásgeir Salberg Jónsson í Blönduhlíð.
Skarðsrétt á Skarðsströnd er sunnudaginn 16. september kl. 11. Réttarstjóri er Ólafur Eggertsson í Manheimum.
Brekkurétt í Saurbæ er sunnudaginn 16. september kl. 11. Réttarstjóri er Ólafur Gunnarsson í Þurranesi.
Skerðingsstaðarétt í Hvammssveit er sunnudaginn 16. september kl. 11. Réttarstjóri er Bjarni Ásgeirsson í Ásgarði.
Gillastaðarétt í Laxárdal er sunnudaginn 16. september kl. 12. Réttarstjóri er Harald Ó. Haralds á Svarfhóli.
Fellsendarétt í Miðdölum er sunnudaginn 16. september kl. 14. Réttarstjóri er Sigursteinn Hjartarson í Neðri-Hundadal.
Um næstu helgi verður síðan Vörðufellrétt á Skógarströnd laugardaginn 22. september kl. 13. Réttarstjóri er Jóel H. Jónasson á Bíldhóli.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei